Þú ert hér:Home|Íþróttir

ÍÞR 1312 eða 1512

Áfanginn er verklegur. Nemendur fá alhliða þjálfun með fjölbreytni að leiðarljósi. Lögð er áhersla á fjölbreytta upphitun, styrkjandi og liðkandi æfingar, alhliða þolþjálfun og leiki. Byggt er á þeim grunni sem skapast hefur í grunnskólanum og bætt við eftir aðstæðum, þ.e. sem flestar aðferðir til líkams- og heilsuræktar eru kynntar og einnig hvað nánasta umhverfi hefur upp á að bjóða í sambandi við heilsurækt. Nemendur fræðast um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd. Stuðla skal að því að nem­endur geti sjálfir ræktað líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju.

2014-10-31T11:20:51+00:0031. október 2014|

ÍÞR 3812

Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta og alhliða líkamsþjálfun tengda blaki. Nemendur fá þjálfun í áætlanagerð, bæði fyrir sig sjálfa og hópa, sem þeir reyna í kennslustundum. Leikrænar æfingar verða notaðar til þjálfunar í tækni greinarinnar.

2014-05-22T10:14:41+00:0022. maí 2014|