ÍÞR 1312 eða 1512

Áfanginn er verklegur. Nemendur fá alhliða þjálfun með fjölbreytni að leiðarljósi. Lögð er áhersla á fjölbreytta upphitun, styrkjandi og liðkandi æfingar, alhliða þolþjálfun og leiki. Byggt er á þeim grunni sem skapast hefur í grunnskólanum og bætt við eftir aðstæðum, þ.e. sem flestar aðferðir til líkams- og heilsuræktar eru kynntar og einnig hvað nánasta umhverfi [...]

2014-10-31T11:20:51+00:0031. október 2014|

ÍÞR 3812

Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta og alhliða líkamsþjálfun tengda blaki. Nemendur fá þjálfun í áætlanagerð, bæði fyrir sig sjálfa og hópa, sem þeir reyna í kennslustundum. Leikrænar æfingar verða notaðar til þjálfunar í tækni greinarinnar.

2014-05-22T10:14:41+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 4X12

Í þessum áfanga er gert ráð fyrir að nemendur fái dýpri innsýn í ákveðna grein íþrótta eða líkams­ræktaraðferð. Nemendur fá verklega þjálfun tengda viðkomandi íþrótt og aukna fræðslu um sér­ein­kenni íþróttagreinar. Einnig fá nemendur æfingu í að vinna að undirbúningi eigin þjálfunar.

2014-05-22T10:11:38+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 3X12

Í þessum áfanga er gert ráð fyrir að hægt sé að taka fyrir afmarkað efni sem ekki er að framan talið en sérstakur áhugi er á eða hentar vel í einstökum skólum. Útfærsla er í höndum framhaldsskóla. Dæmi um áfanga: Fjallganga (ÍÞR 3Ú12), hjólreiðar (ÍÞR 3Ó12), þríþraut (ÍÞR 3Þ12), dans (ÍÞR 3D12), golf (ÍÞR 3G12), [...]

2014-05-22T10:10:24+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 3912

Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta og alhliða líkamsþjálfun tengda sundi. Nemendur fá þjálfun í áætlanagerð, fyrir sig og hópa, sem þeir síðan reyna í kennslustundum. Samhliða ýmsum tækni­atriðum sundíþróttarinnar verður farið í sundleikfimi

2014-05-22T10:09:16+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 3712

Í áfanganum er lögð áhersla á alhliða líkamsþjálfun og leikið badminton (hnit) samhliða fjölbreyttum æfingum sem tengjast greininni. Nemendur vinna áætlanir og reyna þær í kennslustundum

2014-05-22T10:04:16+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 3612

Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta og alhliða líkamsþjálfun tengda handknattleik. Nemendur fá þjálfun í áætlanagerð, bæði fyrir sig sjálfa og hópa, sem þeir reyna í kennslustundum. Leikrænar æfingar verða notaðar til þjálfunar í tækni greinarinnar.

2014-05-22T10:03:53+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 3512

Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta og alhliða líkamsþjálfun tengda grunnþáttum frjálsíþrótta. Farið verður í tækni í sem flestum greinum frjálsíþrótta, svo sem stökkum, köstum og hlaupum. Nemendur vinna áætlanir og reyna þær í kennslustundum.

2014-05-22T10:02:51+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 3412

Í áfanganum er lögð áhersla á alhliða líkamsþjálfun og leikinn borðtennis/tennis samhliða fjöl­breyttum æfingum sem tengjast greinunum. Nemendur vinna áætlanir og reyna þær í kennslu­stundum.

2014-05-22T10:01:40+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 3312

Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta og alhliða líkamsþjálfun tengda körfuknattleik. Nemendur fá þjálfun í áætlanagerð, bæði fyrir sig og hópa, sem þeir reyna í kennslustundum. Leikrænar æfingar verða notaðar til þjálfunar í tækni greinarinnar.

2014-05-22T09:59:36+00:0022. maí 2014|
Go to Top