Húsasmiðabraut

Nám á húsasmiðabraut er 230 eininga löggilt iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Námið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar í vinnustaðanám og starfsþjálfun út í atvinnulífinu. Starfsnám á vinnustað er 18 mánuðir. Að loknu námi og starfsþjálfun útskrifast nemandi með prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið námi með fullnægjandi árangri. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að vinnustaðanámi sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.

Inntökuskilyrði

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.

Einingafjöldi: 230

Nánari lýsing brautar

Yfirlit brautar (pdf)

SÆKJA UM SKÓLAVIST

KJARNI BRAUTAR

BUNDIÐ ÁFANGAVAL