logo

VERKNÁM

Húsasmiðabraut

Sækja um

Húsasmiðabraut

Nám í húsasmíði er bæði bóklegt og verklegt og skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar í vinnustaðanám og starfsþjálfun úti í atvinnulífinu. Lögð er áhersla á byggingar- og mannvirkjagreinar og grunn í almennum bóklegum greinum Nemendur geta einnig stefnt að stúdentsprófi samhliða námi. Nám á húsasmiðabraut er 240 eininga iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi.


Atvinnuheitið húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Námið undirbýr nemendur undir starf húsasmiða. Í starfi þeirra felst meðal annars að byggja hús og húshluta, sinna viðhaldi bygginga, velja vinnuaðferðir, efni og verkfæri og fara eftir kröfum um öryggismál. Í starfi sínu sýna þeir sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og eru meðvitaðir um vandað handverk. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.​


Inntökuskilyrði

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.


Einingafjöldi: 240

Nánari lýsing brautar
Yfirlit brautar (pdf)

KJARNI BRAUTAR

KJARNI

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3
Áætlanir og gæðastjórnun ÁÆST 3SA05 0 0 5
Byggingatækni BYGG 2ST05 0 5 0
Danska DANS 2AA05 0 5 0
Efnisfræði EFRÆ 1EF05 5 0 0
Enska ENSK 2AF05 0 5 0
Framkvæmdir og vinnuvernd FRVV 1FB05 5 0 0
Gluggar og útihurðir GLÚT 2HH08 0 8 0
Grunnteikning GRTE 1FF05 1FÚ05 10 0 0
Húsasmíði HÚSA 3HU09 3ÞÚ09 0 0 18
Húsaviðgerðir og breytingar HÚSV 3HU05 0 0 5
Inniklæðningar INNK 2HH05 0 5 0
Innréttingar INRE 2HH08 0 8 0
Íslenska ÍSLE 2II05 0 5 0
Íþróttir IÞRÓ 1AÍ02 1GH02 4 0 0
Lokaverkefni LOKA 3HU08 0 0 8
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01 0 1 0
Starfsþjálfun STAÞ 3HU30 0 0 30
Stærðfræði STÆR 2RM05 0 5 0
Teikning TEIK 2HS05 2HH05 3HU05 0 10 5
Trésmíði TRÉS 1HV08 1VÁ05 1VT08 21 0 0
Tréstigar TRST 3HH05 0 0 5
Vinnustaðanám VINS 2VA30 2HS30 0 60 0
Fj. ein. 238 45 117 76

BUNDIÐ ÁFANGAVAL - ÍÞRÓTTIR -nemandi velur 2 einingar af 11

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3
Íþróttir ÍÞRÓ 1BA01 1BL01 HA01 1HL02 1KN01 2 0 0
1KÖ01 1ST02 1SV01 1ÚT01 0 0 0
Fj. ein. 2 2 0 0

BYRJUNARÁFANGAR - Nemendur sem hafi lokið íslensku, ensku, dönsku eða stærðfræði í grunnskóla með einkunnina C eða C+ hefja nám í þessum áföngum á 1. þrepi.

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3
Danska DANS 1AL05 5 0 0
Enska ENSK 1AU05 5 0 0
Íslenska ÍSLE 1AA05 5 0 0
Stærðfræði STÆR 1AU05 5 0 0
Stærðfr. fornám STÆR 1FO05 5 0 0

ÍSLENSKA FYRIR ERLENDA NEMENDUR

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3
Íslenska ÍSAN ÍSAN1MT05 ÍSAN1BE05 ÍSAN1BT05 ÍSAN1GE05 ÍSAN1GT05
ÍSAN2GÞ05 25 5 0
Fj. ein. 30 25 5 0
Share by: