Í síðustu viku fékk skólinn ánægjulega heimsókn. Það var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman sem heimsótti okkur í um 2 klukkustundir. Hún fór í stutta gönguferð um skólann ásamt skólameistara og fylgdarliði, heimsótti nemendur í félagsvísindaáfanga, hélt fyrir þau erindi og spjallaði við þau. Loks heimsótti hún Fab Lab Reykjavík. Heimsóknin var mjög ánægjuleg og nemendur okkar voru til mikillar fyrirmyndar.