Prent- og aðgangskort

Á bókasafni fá nemendur notendanafn og lykilorð í tölvur safnsins og þar geta þeir prentað út. Þeir eru með 50 blaða ókeypis prentkvóta á önn. Ef kvótinn klárast ekki á haustönn þá flyst afgangurinn yfir á vorönn. Afgangskvóti þurrkast aftur a móti út á sumrin. Ef kvótinn klárast geta nemendur keypt fleiri blöð á bókasafninu og þá kostar blaðsíðan 10 kr.
Nemendur geta fengið ljósritað á safninu. Blaðið kostar 20 kr. Starfsmaður bókasafns ljósritar. Ekki er prentað eða ljósritað í lit.