Áfanginn er verklegur. Nemendur fá alhliða þjálfun með fjölbreytni að leiðarljósi. Lögð er áhersla á fjölbreytta upphitun, styrkjandi og liðkandi æfingar, alhliða þolþjálfun og leiki. Byggt er á þeim grunni sem skapast hefur í grunnskólanum og bætt við eftir aðstæðum, þ.e. sem flestar aðferðir til líkams- og heilsuræktar eru kynntar og einnig hvað nánasta umhverfi hefur upp á að bjóða í sambandi við heilsurækt. Nemendur fræðast um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd. Stuðla skal að því að nem­endur geti sjálfir ræktað líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju.