Árangursmælikvarðar

Til að mæla hversu vel okkur tekst að uppfylla stefnumið skólans er í undirbúningi að mæla þætti er tengjast stefnumiðunum og birta niðurstöður reglulega:

  • Fjöldi nemenda sem tekur þátt í sjálfboðnum samfélagsverkefnum ár hvert.
  • Fjöldi námseininga sem nemendur ljúka. Hlutfall milli lokinna og skráðra námseininga. Hlutfall áfanga sem nemendur dagskóla ljúka með fullnægjandi árangri. Hlutfall útskrifaðra af heildarnemendafjölda skólans.
  • Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Heildarmagn úrgangs. Endurvinnsluhlutfall.
  • Fjöldi námseininga í íþróttum sem nemendur ljúka með fullnægjandi árangri. Fjöldi námseininga sem nemendur ljúka í félagsstörfum. Fjöldi nemenda og kennara sem notar vistvænar samgöngur (ganga, hjóla, almenningssamgöngur).
  • Meðalfjöldi starfsmanna sem mætir á skólaþróunarfundi. Starfsánægja í Stofnun ársins og Starfsmannapúlsinum. Líðan nemenda skv. Skólapúlsinum.
  • Fjöldi nemenda sem tekur þátt í MeMa. Fjöldi skráður í Fab Lab áfanga. Fjöldi sem tekur þátt í jólakortasamkeppni FB. Fjöldi sem setur upp lokasýningu á listnámsbrautum.
  • Fjöldi erlendra samstarfsverkefna. Fjöldi nemenda sem fer í skiptinám/starfsnám erlendis ár hvert. Fjöldi nemenda sem skráðir eru á námssamning/ferilbók í verk- og iðnnámi.