Grunnskólanemendur

Kynning á námi í FB meðal grunnskólanemenda og forráðamanna er reglulegur þáttur í starfi skólans. Að hausti er nemendum 10. bekkjar í grunnskólum Breiðholts boðið til morgunverðar í skólanum þar sem þeim er kynnt skólastarfið og aðstaðan í skólanum. Á vorönn er síðan opið hús í skólanum þar sem allar deildir kynna sig og nemendur geta fræðst um námið og rætt við fagstjóra, kennara og náms- og starfsráðgjafa. Skólinn tekur einnig þátt í sameiginlegum viðburðum framhaldsskólanna um kynningu á námi. Á menntagátt, www.menntagatt.is er hægt að sækja upplýsingar um námsframboð framhaldsskólanna og sækja um skóla. Kynningarstjóri skólans skipuleggur þessa viðburði.