Þú ert hér:||Umsjónarkennarar og fóstrar
Umsjónarkennarar og fóstrar 2017-09-25T09:31:43+00:00

Umsjónarkennarar og fóstrar

Nemendur á fyrsta ári hafa umsjónarkennara. Hlutverk hans er að leiðbeina nemendum í upphafi framhaldsskólagöngunnar þannig að þeir læri að skilja áfangakerfið og geti sjálfir tekið ábyrgð á námi sínu. Umsjónarkennarinn fylgist með námsástundun nemenda sinna, mætingum og árangri. Hann er nemandanum og forráðamönnum til ráðuneytis um ýmis mál er upp kunna að koma.

Umsjónarkennarinn boðar á nemandann og forráðamenn til viðtals fyrir byrjun skólagöngunnar og oftar á fyrsta árinu ef þurfa þykir.

Frá haustönn 2016 stendur nokkrum nemendum til boða þjónusta fóstra. Fóstrar eru reyndir kennarar. Þeir vinna undir leiðsögn markþjálfa og hitta nemendur reglulega og ræða markmiðssetningu og leiðir til að ná árangri í náminu. Tilgangur fóstrunar er að stemma stigu við ótímabæru brotthvarfi nemenda úr skólanum.

Elísabet Vala Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi heldur utan um skipulag umsjónar í skólanum. Netfang hennar er: evg@fb.is.