Þú ert hér:||Umsjónarkennarar
Umsjónarkennarar2018-08-27T17:07:34+00:00

Umsjónarkennarar

Nemendur á fyrsta ári hafa umsjónarkennara. Hlutverk hans er að leiðbeina nemendum í upphafi framhaldsskólagöngunnar þannig að þeir læri að skilja áfangakerfið og geti sjálfir tekið ábyrgð á námi sínu. Umsjónarkennarinn fylgist með námsástundun nemenda sinna, mætingum og árangri. Hann er nemandanum og forráðamönnum til ráðuneytis um ýmis mál er upp kunna að koma í samstarfi við náms- og starfsráðgjafa . Umsjónarkennarinn boðar nemandann og forráðamenn til viðtals í upphafi skólagöngunnar.