Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta og alhliða líkamsþjálfun tengda grunnþáttum frjálsíþrótta. Farið verður í tækni í sem flestum greinum frjálsíþrótta, svo sem stökkum, köstum og hlaupum. Nemendur vinna áætlanir og reyna þær í kennslustundum.