Framhaldsskólabraut

Námi á framhaldsskólabraut er ætlað að búa nemendur sem ekki hafa náð tilskyldum árangri á grunnskólaprófi undir nám á verk-eða stúdentsbraut við skólann. Námið er 100 framhaldsskólafeiningar og því lýkur með framhaldsskólaprófi. Gert er ráð fyrir að stór hluti nemenda á framhalsskólabraut hefji nám á annarri námsbraut eftir fyrstu tvö árin. Á brautinni er öflugt umsjónarkennarakerfi, mikið samráð við forráðamenn og nemendur fá aðhald og stuðning í námi.

Inntökuskilyrði

Engin sérstök inntökuskilyrði eru inn á brautina en l tekið skal fram að nemendur úr nærumhverfi skólans hafa forgang um skólavist.

Einingafjöldi: 100

Nánari lýsing brautar.
Yfirlit brautar (pdf).

SÆKJA UM SKÓLAVIST

KJARNI BRAUTAR

FRJÁLST VAL

Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val á framhaldsskólabraut er 23 einingar og skulu nemendur velja þær af 1. og 2. þrepi.