Netaðgangur, tölvur og hugbúnaður

FBNET er öflugt, þráðlaust netkerfi skólans, opið fyrir nemendur og starfsfólk. Nemendur geta nýtt eigin tölvur eða snjalltæki til að komast á netið. Á bókasafni eru tölvur sem nemendur geta notað. Jafnframt eru í skólanum 4 tölvustofur til kennslu, auk tölvuvagna sem gera kennurum kleift að lána tölvur í tímum.
Guðjón Ívarsson kerfisstjóri aðstoðar nemendur og kennara. Hann er á bókasafni skólans milli kl. 09:30-12:30 alla daga. Einnig er hægt að ná til hans í tölvupósti. Netfangið er gman@fb.is.

Í OneDrive-skýjaþjónustu Microsoft geta nemendur geymt skjöl sín og unnið með þau. Aðgangurinn veitir þeim einnig heimild til að setja Office365-pakkann upp á fimm mismunandi tæki. Hægt er að setja pakkann upp á bæði Windows og Apple tölvur og einnig á síma með Android og IOS stýrikerfum. Nemendur geta sótt eftirfarandi forrit og unnið þeð þau, bæði í gegnum vafra og sem uppsett forrit á sínum tækjum: OneDrive, Word, Excel, Power Point, OneNote og Sway. Office365 er sótt inni á portal.office.com. Hér er tengill fyrir nemendur með leiðbeiningum um hvernig þeir eiga að sækja Office 365 á sínar tölvur.

Til að skrá sig inn þurfa nemendur að nota notendanafn sitt og bæta við @fb.is, ásamt lykilorði. Notendanafn og lykilorð fá nemendur afhent á bókasafninu. Nemendur missa þennan aðgang þegar þeir eru ekki lengur skráðir í skólann.

Dreifnám (Moodle) er kennsluvefur sem kennarar nota í samskiptum við nemendur til að miðla upplýsingum, verkefnum, prófum og margs kyns ítarefni. Vefslóðin er fb.dreifnam.is. Jóhanna Geirsdóttir, tölvukennari, hefur umsjón með dreifnáminu (Moodle) og sinnir þjónustunni í gegnum tölvupóst. Netfang hennar er jge@fb.is.

Innan á vefslóðinni www.inna.is er námsskráningarkerfi framhaldsskólanna. Þar eru skráðar og varðveittar allar upplýsingar um námsferla nemenda, stundaskrár, viðveruskráningu o.fl. Sérhver nemandi fær aðgang að Innu og einnig geta forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri fengið aðgang. Þeir sækja sér lykilorð í gegnum „gleymt lykilorð“ og nota eigin kennitölu.

Samskipti við nemendur og foreldra fara að hluta til í gegnum Innu og því er mikilvægt að skrá í Innuna virkt netfang nemanda og forráðamanns. Ef netfangið í Innu er ekki rétt skal senda tölvupóst til fb@fb.is með ósk um breytingu. Ef kennari forfallast, fá nemendur sendar upplýsingar þar um í tölvupósti í gegnum Innuna. Umsjón með Innu hefur Berglind Halla Jónsdóttir, áfangastjóri. Netfang hennar er bhj@fb.is.