Þú ert hér:|Velkomin í FB
Velkomin í FB2018-09-06T11:24:51+00:00

Velkomin í FB

Fyrstu dagarnir

 • 17. ágúst – Skólasetning og nýnemamóttaka. Nemendur kynnast skólanum.

 • 20. ágúst – Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá.

 • 23. ágúst – Nýnemaferð

 • 29. ágúst – Kynning fyrir foreldra nýnema kl. 17:30-19:00

 • 29. ágúst – Nýnemakvöld  kl. 20:00-22:00

 • 5. september – Nýnemaball á Spot

Farið verður í nýnemaferð að Flúðum fimmtudaginn 23. ágúst. Gert er ráð fyrir að allir nemendur taki þátt í ferðinni sem skipulögð er af félagsmálafulltrúum skólans og nemendafélaginu NFB í sameiningu. Ferðin er hluti af nýnemaviku í skólanum þar sem ýmsar uppákomur verða í gangi.

Helstu dagsetningar

 • 18. september – Forvarnardagur frá kl. 9:50-10:50. Þá koma fjölmargir fyrirlesarar í skólann og fræða nemendur um ýmis mál.

 • 8. – 12. október – Valvika. Nemendur velja námsáfanga fyrir næstu önn það er vorönn 2019. Umsjónarkennarar aðstoða nýnema við námsval og hjálpa þeim að læra á áfangakerfið.

 • 10. október – Fræðsludagur. Þá er skólastarfið brotið upp á margvíslengan hátt, farið í vettvangsferðir, veittur námsstuðningur og gefinn kostur á ýmsum kynningum, starfs- og forvarnarfræðslu.

 • 19. – 22. október – Vetrarleyfi

 • 8. nóvember  – Skólafundur verður frá kl. 11:00-12:00. Þá fer fram almenn umræða meðal nemenda og starfsfólks um málefni sem alla í skólasamfélaginu varðar.

Sjá nánar mikilvægar dagsetningar á  skóladagatalinu.

Stundatöflur og bókalistar

Stundatöflur og bókalistar eru aðgengileg í Innu upplýsingarkerfi skólans www.inna.is.

Kennslukerfin

FB notar tvö kennslukerfi, Innu og dreifnám. Kennarar veita nemendum upplýsingar um þessi kerfi í upphafi annar.

Ýmsar upplýsingar og þjónusta

Heimasíða skólans

Allar helstu upplýsingar um skólann, námið, félagslífið og þjónustu má finna á www.fb.is og á samfélagsmiðlum skólans.

Umsjónarkennarar

Nemendur á fyrsta ári hafa umsjónarkennara sem leiðbeinir þeim, fylgist með námsástundun þeirra, mætingum og árangri. Hann boðar nemandann og forráðamenn til viðtals við upphaf skólagöngunnar og oftar á fyrsta árinu ef þurfa þykir.

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er á 1. hæð við gamla innganginn við Austurberg. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 8:00-15:00. Símanúmer skólans er 570 5600. Sjá nánar https://www.fb.is/skrifstofa/

Skólagjöld

Skólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli sem fer í heimabankann. Greiðsla á skólagjöldum er staðfesting á skólavist. Skólagjöld eru 19.500 á önn. Efniskostnaður bætist við einstaka brautir. Sjá nánar gjaldskrá skólans.

Náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjafar eru með skrifstofur gengt skrifstofum skólans við gamla innganginn við Austurberg. Sjá nánar https://www.fb.is/thjonusta/nams-og-starfsradgjof/

Bókasafn

Bókasafnið er á 2. hæð. Þar er einnig vinnustofa þar sem nemendur geta fengið námsaðstoð. Nemendur hafa 50 blaða prentkvóta á önn og hafa aðgang að tölvum og prentara á bókasafninu. Sjá nánar https://www.fb.is/thjonusta/vinnustofa-og-bokasafn/

Bókasafnið er opið frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:00-16:00. Á föstudögum er opið frá kl. 8:00-15:00.

Matsalur nemenda – Hungurheimar

Þar er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu, samlokur, skyr og fleira eða borða nestið sitt. Skólinn býður nemendum ókeypis hafragraut mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga í löngufrímínútunum kl. 9:30.

 • Stök máltíð kostar 1.200kr
 • 36 máltíðar matarkort kostar 34.200 kr
 • 18 máltíðar matarkort kostar 17.100 kr
 • 9 máltíðar matarkort kostar 8.550 kr

Nemendafélagið NFB

NFB er hagsmunafélag nemenda FB. Sjá nánari upplýsingar um nemendafélagið hér.