Allar upplýsingar

Allar helstu upplýsingar um skólann, námið, félagslífið og þjónustu má finna á vef skólans, www.fb.is og á samfélagsmiðlum skólans.

Matsalur nemenda – Eldheimar

Í mötuneyti nemenda er lögð áhersla á hollan og góðan mat.

Stundatöflur og bókalistar

Stundatöflur og bókalistar eru aðgengileg í Innu upplýsingakerfi skólans www.inna.is.

Umsjónarkennari

Nemendur á fyrsta ári hafa umsjónarkennara sem leiðbeinir þeim, fylgist með námsástundun þeirra, mætingum og árangri. Hann boðar nemandann og forráðamenn til viðtals við upphaf skólagöngunnar og oftar á fyrsta árinu ef þurfa þykir.

Náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingur og markþjálfi eru með skrifstofur gengt skrifstofum skólans við gamla innganginn við Austurberg.

Bókasafn

Bókasafnið er á 3. hæð. Þar er einnig vinnustofa þar sem nemendur geta fengið námsaðstoð.

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er á 1. hæð við gamla innganginn við Austurberg. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 8:00-15:00 nema á föstudögum lokum við kl. 13. Símanúmer skólans er 570 5600.

Nemendafélag

Nemendafélag skólans, NFB, vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nýnemaferð, forvarnardagur og skólafundur eru viðburðir sem skólayfirvöld og nemendafélagið undirbúa saman.

Fyrstu dagarnir í skólanum

  • 3. janúar – töflubreytingar

  • 4. janúar – kennsla hefst samkvæmt stundaskrá

Skólagjöld

Skólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli sem fer í heimabankann. Greiðsla á skólagjöldum er staðfesting á skólavist. Skólagjöld eru 19.500 á önn. Efniskostnaður bætist við einstaka brautir.

Mikilvægar dagsetningar

  • Föstudagurinn 26. janúar er námsmatsdagur.

  • Forvarnardagur verður mánudaginn 5. febrúar

  • Mánudaginn 19. febrúar er vetrarfrí

  • Námsmatsdagar eru 20., 21., 22. og 23. febrúar

  • Námsmatsdagur er föstudaginn 1. mars

  • 6. og 7. mars eru Sæludagar

  • 2. apríl er námsmatsdagur

  • 29. og 30. apríl eru námsmatsdagar

  • 3. maí er dimmisjón

  • Síðasti kennsludagur er 14. maí

  • 27. maí eru útkrift og skólaslit

Fjarkennsla

FB notar nokkra miðla fyrir kennsluna.  Innu, Teams og  dreifnámsvefinn moodle. Kennarar veita nemendum upplýsingar um þessi kerfi í upphafi annar. Umsjón með Innu hefur Berglind Halla Jónsdóttir, áfangastjóri. Netfang hennar er bhj@fb.is.

Netaðgangur og tölvubúnaður

Netaðgangur, tölvur og hugbúnaður. FBNET er öflugt, þráðlaust netkerfi skólans, opið fyrir nemendur og starfsfólk. Nemendur geta nýtt eigin tölvur eða snjalltæki til að komast á netið. Á bókasafni eru tölvur sem nemendur geta notað.

Nánari upplýsingar og aðstoð veitir Guðjón Ívarsson kerfisstjóri, netfang hans er gman@fb.is

Náms- og kynnisferðir til útlanda

Náms- og kynnisferðir til útlanda. Á hverju ári fara nemendur og kennara til útlanda til að taka þátt í verkefnum, sækja námskeið eða taka þátt í nemendaskiptaverkefnum og starfsþjálfun tengda námi þeirra og störfum í FB. Sjá nánar hér umsóknarferli og möguleika. Upplýsingar veitir Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kynningarstjóri, netfang hennar er agu@fb.is

One Drive – Menntaský

Í OneDrive-skýjaþjónustu Microsoft geta nemendur geymt skjöl sín og unnið með þau. Aðgangurinn veitir þeim einnig heimild til að setja Office365-pakkann upp á fimm mismunandi tæki. Hægt er að setja pakkann upp á bæði Windows og Apple tölvur og einnig á síma með Android og IOS stýrikerfum. Nemendur geta sótt eftirfarandi forrit og unnið með þau, bæði í gegnum vafra og sem uppsett forrit á sínum tækjum: OneDrive, Word, Excel, Power Point, OneNote og Sway. Office365 er sótt inni á www.office.com.

Til að skrá sig inn þurfa nemendur að nota notendanafn sitt og lykilorð sem þeir fá sent í tölvupósti í upphafi skólagöngu. Kerfisstjóri skólans sendir tölvupóstinn úr netfanginu kerfisstjori@fb.is

Guðjón Ívarsson netstjóri aðstoðar nemendur við að tengjast ef vandamál koma upp. Netfangið Guðjóns er gman@fb.is.

Fablab

Fab Lab Reykjavík er staðsett á jarðhæð í nýbyggingu FB. Nemendum FB er alltaf velkomið að líta við.