Skólareglur

FB-ingar sýna hver öðrum kurteisi og góðvild.

FB-ingar ganga snyrtilega um og virða eigur annarra.

FB-ingar mæta stundvíslega í tíma, virða vinnufrið og verkstjórn kennarans.  

FB-ingar nota ekki snjalltæki í tímum, nema með leyfi kennara.

FB-ingar taka ekki myndir af öðrum, nema með leyfi viðkomandi.

FB-ingar nota viðeigandi öryggis- og hlífðarbúnað í verklegum áföngum.

FB-ingar nota hvorki tóbak, nikótínpúða né veip í skólanum eða á skólalóðinni. 

FB-ingar neyta hvorki áfengis né vímuefna í skólanum, á skemmtunum eða í skólaferðum.

FB-ingar fara eftir fyrirmælum starfsfólks skólans. 

Þetta eru reglur skólans og það eru skýr viðurlög ef ekki er farið eftir þeim.