logo

FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLTI

Skólareglur

Skólareglur FB

FB-ingar sýna hver öðrum kurteisi og góðvild.

FB-ingar ganga snyrtilega um og virða eigur annarra. 

FB-ingar mæta stundvíslega í tíma, virða vinnufrið og verkstjórn kennarans.  

FB-ingar nota ekki snjalltæki í tímum, nema með leyfi kennara. 

FB-ingar taka ekki myndir af öðrum, nema með leyfi viðkomandi.

FB-ingar nota viðeigandi öryggis- og hlífðarbúnað í verklegum áföngum.

FB-ingar nota hvorki tóbak, nikótínpúða né veip í skólanum eða á skólalóðinni. 

FB-ingar neyta hvorki áfengis né vímuefna í skólanum, á skemmtunum eða í skólaferðum.

FB-ingar fara eftir fyrirmælum starfsfólks skólans. 

Þetta eru reglur skólans og það eru skýr viðurlög ef ekki er farið eftir þeim.  


Meðferð ágreiningsmála og viðurlög

Brjóti nemandi reglur skólans ber kennara eða starfsmanni skólans að veita honum tiltal.

Við alvarlegt brot eða ef nemandi hlýðir ekki tiltali er aðstoðarskólameistari látinn vita. Skal þá aðstoðarskólameistari skrá atburðinn, ræða við málsaðila og upplýsa jafnframt forráðamenn ólögráða nemenda um málið.  

Aðstoðarskólameistari vísar eftir atvikum máli áfram til skólameistara. 


Skólameistari getur veitt nemanda skriflega áminningu. Skrifleg áminning skýrir frá tilefni, viðurlögum og andmælarétti nemanda. Við ítrekað eða mjög gróft brot er nemanda vísað úr skóla. 

Leitast skal við að afgreiða brot á skólareglum með skjótum hætti en jafnframt leggja áherslu á öryggi og vandvirkni við úrlausn mála og afgreiðslu. Leitast skal við að leysa ágreiningsmál á vettvangi skóla. Uni nemandi eða forráðamaður hans ekki úrskurði í deilumáli má vísa málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Við meðferð ágreiningsmála skal gæta ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 og upplýsingalaga nr. 50/1996. 

Share by: