Persónuverndaryfirlýsing Fjölbrautaskólans í Breiðholti

1. Almennt
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, kt. 590182-1099, Austurbergi 5, 111 Reykjavík, er annt um friðhelgi einstaklinga og tekur persónuvernd mjög alvarlega. Skólinn leggur mikla áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu má sjá hvaða persónuupplýsingum Fjölbrautaskólinn í Breiðholti safnar um einstaklinga og í hvaða tilgangi. Þá má hér finna upplýsingar um aðra viðtakendur upplýsinganna og hvað þær eru geymdar lengi. Auk þess má hér finna upplýsingar um á hvaða grundvelli skólinn safnar persónuupplýsingum, hvaða réttinda einstaklingar njóta og fleiri mikilvægar upplýsingar sem tengjast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

2. Hvað eru persónuupplýsingar og vinnsla persónupplýsinga?
Með persónuupplýsingum er átt við allar upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til tiltekins einstaklings, svo sem upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer, fjárh