Persónuverndarstefna Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur vernd persónuupplýsinga að leiðarljósi. Persónuupplýsinga er einungis aflað til að skólinn geti fullnægt lagalegri skyldu sinni við að þjónusta nemendur og ber starfsfólki að viðhafa ýtrustu gætni í meðferð þeirra.
Persónuverndarstefna skólans er byggð á lögum um persónuvernd og vinnslu persónupplýsingar nr. 90/2018 (sjá: https://www.althingi.is/altext/148/s/1296.html) og tekur á eftirfarandi atriðum:

1. Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru allar upplýsingar sem er hægt að tengja við einstakling, t.d. nafn, kennitala, staðsetningargögn, ljósmynd, IP-tölur/netauðkenni. Nánari skilgreiningu á persónuuplýsingum má finna í 2. og 3. tl. 3. greinar. laga nr. 90/2018.

2. Tilgangur með skráningu persónuupplýsinga
Skólinn skráir og safnar persónuupplýsingum til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli þeirra laga og reglna sem skólinn starfar eftir. Dæmi um tilgang upplýsingavinnslu:

 • utanumhald nemendamála
 • utanumhald starfsmannamála
 • fjárhagsbókhald

3. Persónuupplýsingar, vinnsla þeirra og varðveisla
Öll vinnsla persónuupplýsinga innan skólans skal fara fram með skýrum tilgangi og byggja á lögmætum grundvelli. Áhersla er lögð á að ekki verði gengið lengra í vinnslu persónuupplýsinga en þörf krefur.

Persónuverndarlög skilgreina vinnslu persónuupplýsinga þannig:

„Aðgerð eða röð aðgerða þar sem persónuupplýsingar eru unnar, hvort sem vinnslan er sjálfvirk eða ekki, svo sem söfnun, skráning, flokkun, kerfisbinding, varðveisla, aðlögun eða breyting, heimt, skoðun, notkun, miðlun með framsendingu, dreifing eða aðrar aðferðir til að gera upplýsingarnar tiltækar, samtenging eða samkeyrsla, aðgangstakmörkun, eyðing eða eyðilegging.“

FB er afhendingarskyldur aðili til Þjóðskjalasafns skv. Lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.

4. Um hverja safnar FB persónuupplýsingum?
Við rekstur á skóla safnast óhjákvæmilega ýmsar persónuupplýsingar um mismunandi hópa, þ.e. nemendur skólans, starfsfólk skólans, einstaklinga/viðskiptamenn, s.s. birgja, verktaka, ráðgjafa, stofnanir og aðra lögaðila.

5. Hvaða persónuupplýsingar skráir eða geymir FB?
FB safnar og varðveitir ýmsar persónuupplýsingar um framangreinda flokka einstaklinga, en þó eingöngu upplýsingar sem eru nauðsynlegar og viðeigandi með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar hverju sinni. Þannig er safnað umfangsmeiri upplýsingum um nemendur og starfsfólk skólans heldur en aðra. Undir tilteknum kringumstæðum safnar skólinn viðkvæmum persónuupplýsingum. Dæmi um persónuupplýsingar um nemendur og um starfsfólk sem FB skráir:

 • Nafn og kennitala nemenda og starfsfólks
 • Heimilisfang nemenda og starfsfólks
 • Netfang nemenda og starfsfólks
 • Símanúmer nemenda og starfsfólks
 • Nafn forráðamanna nemenda
 • Netfang forráðamanna nemenda
 • Símanúmer forráðamanna nemenda
 • Mætingar nemenda
 • Verkefnaskil nemenda
 • Einkunnir nemenda
 • Upplýsingar um sérþarfir (veittar af nemanda sjálfum eða forráðamanni)
 • Launareikningur starfsfólks

Ofangreindar upplýsingar eru skráðar í helstu upplýsingakerfi skólans: INNU (nemendabókhald) og ORRA (fjárhags- og starfsmannabókhald).

6. Hvaðan koma persónuupplýsingarnar?
Að jafnaði aflar skólinn persónuupplýsinga beint frá þeim einstaklingi sem upplýsingarnar varða. Við tilteknar aðstæður geta þær þó komið frá þriðja aðila.

7. Afhending til þriðja aðila
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema honum sé það skylt samkvæmt lögum, eða viðkomandi einstaklingur hafi óskað eftir og fyrir fram gefið samþykki fyrir því. Slíkt samþykki er auðveldlega hægt að afturkalla.

8. Hver er réttur þinn varðandi persónuupplýsingar?

 • Þú hefur rétt til að fá upplýsingar um allar skráðar persónulegar upplýsingar um þig, rafrænar eða á pappír, hvaðan þær komu og til hvers þær eru notaðar.
 • Þú hefur rétt til að koma á framfæri athugasemd við ófullkomnar eða rangar upplýsingar um þig.
 • Þú getur farið fram á að ónauðsynlegum upplýsingum um þig verði eytt, nema skólanum beri skylda til að varðveita þær samkvæmt lögum, eða að eyðing upplýsinganna brjóti á einhvern hátt á rétti annars einstaklings til persónuverndar.

Þegar þú óskar eftir upplýsingum um skráningar um þig á beiðnin að vera skrifleg. Nota má þar til gert eyðublað þér að kostnaðarlausu. Umsókn skal senda á netfangið personuvernd@fb.is

9. Persónuverndarfulltrúi – tengiliður
Persónuverndarfulltrúi skólans er Þórunn Snorradóttir forstöðumaður bókasafns. Hún tekur á móti ábendingum og svarar spurningum sem kunna að vakna varðandi persónuvernd. Hægt er að hafa samband við hana í gegnum netfangið personuvernd@fb.is.

10.Eftirlitsaðili
Ef einstaklingur hefur athugasemdir við vinnslu FB á persónuupplýsingum hans getur hann sent erindi til Persónuverndar sem annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd, svo og reglugerða og sérákvæða í lögum sem fjalla um vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd úrskurðar um hvort brot hafi átt sér stað. Frekari upplýsingar má finna á vef Persónuverndar, sjá: https://www.personuvernd.is/