Nýsköpun, hönnun og listir

Eins árs undirbúningsnám fyrir skapandi nám  á háskólastigi

Umsóknarfrestur til 8. ágúst. Sótt er um hér.

Inntökuskilyrði: Nemendur verða að hafa lokið stúdentsprófi, starfsnámsprófi eða sambærilegum prófum.

Stefnir þú á háskólanám í skapandi greinum?

Við bjóðum upp á skapandi og uppbyggilegt tveggja anna nám sem veitir góðan undirbúning fyrir nám í háskólum eða sérskólum á sviði skapandi greina s.s. myndlist, arkitektúr, gullsmíði, fatahönnun o.fl.

Áhersla er lögð á myndlist, lita- og formfræði, hugmyndavinnu, nýsköpun og fablab-áfanga, módelteikningu og stafræna myndvinnslu. Hægt er að velja áfanga og byggja námið upp eftir sínu áhugasviði. Í boði er meðal annars ljósmyndun, frumgerð og endurhönnun, tískuteikningar, fatasaumur, vefnaður, málun, fjarvídd, listasaga og kennsla á hönnunarforrit.

Einingafjöldi: 65 einingar í kjarna og 15 í vali.

KJARNI BRAUTAR

ÁFANGAR
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3
FabLabFABL2FL053HF05055
HönnunHÖNN2EN05050
Stafræn myndvinnslaMYMV2ST05050
MenntaMaskínaMEMA3MM05005
MyndlistMYNL2MT052FF032ÞV053PO030133
NýsköpunNÝSK2HH05050
TeikningSJÓN1EU051LS051000
Listir og menningLIME3ME04004
Litun og tauþrykkTEXL2LT05050
Fj. ein.65103817

VALÁFANGAR

ÁFANGAR
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3
HönnunarsagaHÖSA3ST05005
Valáfangi í listgreinVALÁ2AA05050
NýsköpunNÝSK3SF05005
Fj. ein.150510

Spurt og svarað

Þú sækir um með því að smella hér

23.500 kr önnin

Námið er að mestu verkefnamiðað og í símati

Kennsla hefst 20. ágúst

Frá byrjun apríl – loka maí.