Rýmingaráætlun Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Símanúmer sem gott er að vita af:

Aðstoðarskólameistari Víðir Stefánsson 864 4181
Húsvörður Viðar Ágústsson 896 6071
Öryggisstjóri Guðjón Snæfeld Magnússon 862 2545
Skólameistari Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir 899 2123

Nemendur

  1. Ef brunaviðvörunarkerfi skólans fer í gang skulu nemendur yfirgefa skólann fumlaust út um næstu greiðfæru flóttaleið.
  2. Ef nemendur eru í kennslustund skulu þeir fylgja kennaranum og halda hópinn allt þar til allir eru mættir á söfnunarsvæði.
  3. Söfnunarsvæði skólans er á bílastæðinu milli skólans og sundlaugarinnar eða við bílastæðið við Austurberg og þar eiga nemendur að halda kyrru fyrir þangað til annað er gefið út.

Starfsmenn

  1. Ef viðvörunarbjöllur fara í gang þá er brunakerfi skólans virkt og gæti verið um eld að ræða. Þá lokast eldvarnarhurðir til að tryggja að reykur berist ekki á milli rýma.
  2. Kennarar í kennslustofum tryggja að allir rými stofu og fari út um næstu greiðfæru flóttaleið. Áríðandi er að starfsmenn séu rólegir og skipulagðir í allri framgöngu. Ef nemandi kemst einhverra hluta vegna ekki út úr stofunni vegna fötlunar eða veikinda þá heldur kennari kyrru fyrir og tilkynnir sig til umsjónarmanns, öryggisstjóra eða stjórnenda skólans. Þegar kennari yfirgefur stofu þá skal hann loka henni á eftir sér til að varna því að reykur geti komist inn.
  3. Þá skulu starfsmenn skólans sem ekki eru bundnir yfir nemendum mæta í aðalanddyri skólans nema ef þar er reykur. Þar er lesið af kerfinu hvaðan viðvörunarboð koma.
  4. Ef um staðfestan eld eða reyk er að ræða er hringt strax í 112 og tilkynnt um ástand.
  5. Ef starfsmaður getur slökkt eld með slökkvitæki, brunaslöngu eða eldvarnarteppi eða hindrað útbreiðslu þá skal hann gera það ellegar loka því rými sem eldur er laus í til að hindra útbreiðslu á reyk og meira tjóni.
  6. Ef reykur er á gangi skal huga að öðrum útgönguleiðum svo sem gluggum eða bíða eftir hjálp slökkviliðs.
  7. Starfsmenn FB sjá um að rýma skólann og sjá til þess að allir mæti á söfnunarsvæði.
  8. Umsjónarmaður fasteigna, öryggisstjóri eða stjórnendur taka á móti slökkviliði og gefa upplýsingar um stöðu mála.
  9. Áríðandi er að nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn haldi kyrru fyrir á söfnunarsvæði þar til annað er gefið upp.
  10. Ef um árás, ógn af einhverju tagi eða annað sambærilegt er um að ræða tekur lögreglan ákvörðun um rýmingu húsnæðis í samráði við skólastjórnendur.

Aðalbygging

Smiðja