Kvöldskóli FB

Í kvöldskólanum er boðið upp á nám á húsasmiðabraut, rafvirkjabraut og sjúkraliðabraut. Einnig eru í boði valdir bóklegir áfangar sem nýtast bæði á verk- og bóknámsbrautum.

 

Skrifstofa Kvöldskóla FB

Skrifstofa kvöldskóla FB er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 18:00-20:00 fyrstu tvær kennsluvikur kvöldskólans. Eftir það er hún opin eitt kvöld í mánuði, út önnina. Fyrirspurnum sem sendar eru á kvold@fb.is verður svarað samdægurs alla virka daga.

Innritun

Innritun og umsóknir í Kvöldskóla FB

Kennsla hefst í kvöldskólanum 8. janúar 2020.

Innritun fer að mestu fram á netinu. Á heimasíðu FB má finna hnapp sem tengir beint á innritunarsíðu.

Gjaldskrá Kvöldskóla FB

Nemendur greiða 2.800 kr fyrir hverja einingu og auk þess 1000 kr innritunargjald fyrir hvern áfanga. Þá eru nokkrir áfangar í skólanum sem bera efnisgjald og greiða nemendur það einnig. Hægt er að greiða með greiðslukorti og er mest hægt að skipta greiðslum í þrennt. Skiptingu fylgir lántökukostnaður og innheimtugjald. Gjald fyrir mat á fyrra námi kostar 3.500 krónur.

Reikningsnúmer kvöldskólans er:
kt. 590182-1099
115-26-11000
Vinsamlega sendið kvittun á kvold@fb.is

Endurgreiðslur

Ef nemandi skráir sig í áfanga sem fellur niður af einhverjum ástæðum, fær nemandi skólagjöldin endurgreidd að fullu. Nemendur geta ekki krafist endurgreiðslu eftir að kennsla hefst.

FABL2FL05

FabLab I
Í áfanganum kynnast nemendur möguleikum stafrænnar tækni og frjáls hugbúnaðar í Fab Lab smiðju.
Nemendur fá þekkingu á áhöldum smiðjunnar í gegnum verkefnavinnu og notast við tækni 21. aldarinnar með stafrænum framleiðsluaðferðum. Kennt er á frí tvívíddar og þrívíddar teikniforrit sem henta fyrir hönnun og auka nýsköpun. Verkefni eru framkvæmd í tölvustýrðum laserskera, vínylskera, og þrívíddar prentara. Nemandinn öðlast færni til að virkja sköpunarkraft sinn og framkvæma í Fab Lab smiðju í mismunandi efni eins og tré, plexí, gler, vínylfilmu og pappír. Kennt er á miðvikudögum frá 18:00-20:10. Kennari er Soffía Margrét Magnúsdóttir.