FabLab

FabLab Reykjavíkur er staðsett á jarðhæð í FB.  Gengið inn hjá nýja innganginum gegnt sundlauginni. Verkefnastjori FabLab er Þóra Óskarsdóttir. Hún er með B.Sc í sálfræði og er að ljúka MS námi í sálfræðikennslu. Starfsferill hennar hefur einkennst af vinnu með ungu fólki, og hefur meðal annars starfað við kennslu og menntarannsóknir á sviði nýsköpunarmenntar. Þóra er sitjandi varaformaður FLINK (félag kennara í nýsköpunar og frumkvöðlamennt). Hennar sýn er að byggja upp velferðarsamfélag með því að hvetja fólk til að virkja hæfileika sýna og nýta þá til athafna.

Nánar um FabLab

FabLab er stytting á enska heitinu ,,fabrication laboratory“ og er stundum kölluð stafræn smiðja á íslensku. Markmið með smiðjunum er að hvetja einstaklinga og frumkvöðla til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika, skapa tækifæri til vinnu við frumgerðasmíð og vöruþróun með því að bjóða upp á aðgang að stafrænum framleiðslutækjum og búnaði af ýmsum toga.

Hugmyndin að Fab Lab kemur frá þekktum uppfinninga- og vísindamanni, Neil Gershenfeld prófessor við Institude of Technology (MIT) í Massachusetts. Hugmynd hans var einföld; að bjóða upp á umhverfi, færni, háþróaða tækni og efni til að búa til hluti, á einfaldan og hagkvæman hátt hvar sem er í heiminum. Einnig að þessi möguleiki væri öllum aðgengilegur; frumkvöðlum, nemendum, listamönnum, smærri fyrirtækjum og í raun öllum sem vilja skapa eitthvað nýtt og/eða vinna að persónumiðaðri framleiðslu.

Hugmynd Gershenfeld hefur svo sannarlega orðið að raunveruleika því í dag er orðið til alþjóðlegt samstarfsnet 500 Fab Lab smiðja sem staðsettar eru víða um heiminn. Samstarfið milli smiðjanna tengir saman einstaklinga, samfélög og fyrirtæki og gefur færi á samstarfi, sameiginlegri lausnaleit og hugstormun. Þetta samstarfsnet hefur einnig dreift sér um Ísland, þar sem sjötta smiðjan var opnuð á haustmánuðum 2015.

Í Fab Lab smiðjunum gefst einstaklingum kostur á að stunda nám í Fab Academy. Námið nær yfir sex mánaða tímabil og hefst í janúar og lýkur í júní ár hvert. Inntak námsins snýr að stafrænni framleiðslu; hvernig einstaklingar geta hannað og framleitt næstum hvað sem er hafi þeir aðgang að tækjum og búnaði eins og er til staðar í öllum Fab Lab smiðjum.

FabLab áfangi í Kvöldskóla FB

 Í áfanganum kynnast nemendur möguleikum stafrænnar tækni og frjáls hugbúnaðar. Nemendur fá þekkingu á áhöldum smiðjunnar í gegnum verkefnavinnu sem hentar hverjum og einum. Kennt er á tvívíddar og þrívíddar teikniforritin Inkscape og Thinkercat sem henta fyrir hönnun og auka nýsköpun. Verkefni eru framkvæmd í tölvustýrðum laserskera, vínilskera og þrívíddar prentara. Nemandinn öðlast færni til að virkja sköpunarkraft sinn og framkvæma í smiðjunni í mismunandi efni m.a tré, plexí, gler, vínylfilmu og pappír. Kennt er á miðvikudögum frá kl. 18-20:10. Kennari er Soffía Margrét Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari.​

Sækja um FabLab í Kvöldskóla FB

Hér er hægt að sækja um FabLab áfangann.

Veljið fyrst Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Setjið hak í „Almennar greinar“ og smellið á „Almennar greinar í kvöldskóla | Vorönn 2018“ í fellilistanum:

Veljið þar á eftir FabLab áfangann úr listanum:

Hér má finna Fab Lab sáttmálann.

FabLab Reykjavík