Meðferð gagna

Gögn í vörslu skóla sem geyma persónulegar upplýsingar um nemendur skal farið með í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Starfsfólk er bundið trúnaði og óheimilt að veita persónulegar upplýsingar um lögráða nemendur án samþykkis þeirra og forráðamanna ef nemandi er undir 18 ára.

Skólanum er skylt að varðveita öll gögn er varða lokanámsmat í eitt ár, hvort sem þau eru skrifleg eða rafræn. Skrifleg gögn eru varðveitt í sérstökum kössum í prófageymslu skólans en rafræn á netþjónum skólans. Innan þess tíma á próftaki rétt á að sjá úrlausn sína og fá af henni afrit. Símatsgögn falla einnig undir þetta ákvæði.