Skólafundur verður miðvikudaginn 10. apríl, klukkan 11-12 í miðrými á 2. hæð skólans, (við stofur 21-28).

Málefni fundarins: Samskipti.

Allir þátttakendur fá pizzu í lok skólafundar.

Skólafundur er lýðræðislegur vettvangur þar sem nemendur og starfsfólk skólans fá tækifæri til þess að segja sína skoðun á hin ýmsu málefni skólastarfsins. Á fundinum ræða þátttakendur saman í litlum hópum og skrá niður hugmyndir og vangaveltur. Með þessu fá allir að hafa rödd og hafa þannig áhrif innan skólasamfélagsins.

Við hvetjum ykkur öll til þátttöku.