Stuðningur við erlenda nemendur

Nemendur af erlendum uppruna innritast inn á ólíkar námsbrautir skólans eftir undirbúningi og áhugasviði. Við upphaf náms eru allir nýnemar boðaðir í viðtal ásamt foreldrum eða forráðamanni hjá umsjónarkennara. Þar eru helstu starfshættir skólans kynntir, auk námsstuðnings sem skólinn hefur uppá að bjóða. Nemendur með annað móðurmál en íslensku eiga rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungumáli og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu. Einnig stendur þeim til boða aðstoð við heimanám í vinnustofu á bókasafni.