Undanfarnar vikur hafa nemendur og kennarar verið á ferðalagi annars vegar í Póllandi og hins vegar Frakklandi. Andri Þorvarðarson sögukennari fór með nemendur úr valáfanga um sögu Póllands til Kraká og Auschwitz. Þá fór hópur nemenda af snyrtibraut ásamt kennurum Nínu Björgu Sigurðardóttur og Bergljótu Stefánsdóttur til Parísar þar sem þær heimsóttu skóla og fyrirtæki sem framleiða snyrtivörur og fóru á ilmvatnsnámskeið og upplifðu menninguna í París.