Alþjóðasamskipti

Alþjóðleg samskipti auka víðsýni nemenda, efla skilning á mikilvægi tungumálakunnáttu og veita innsýn í líf og störf fólks í útlöndum. Á hverju ári sendir FB nemendur og kennara til útlanda til að taka þátt í verkefnum, sækja námskeið eða í starfsþjálfun. Nemendum í verknámi gefst kostur á að taka hluta af starfsnámi sínu erlendis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Nemendur sem taka þátt í utanlandsferðum á vegum skólans fylgja reglum skólans í ferðinni. Við val á nemendum til að taka þátt í utanlandsferðum á vegum FB er sú krafa gerð að þeir hafi góða mætingu frá upphafi vetrar.

Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kynningarstjóri hefur umsjón með erlendum samskiptum. Hún hefur yfirsýn yfir samstarfsverkefni sem skólinn stendur að á hverjum tíma. Netfang hennar er agu@fb.is.

Stefna FB í alþjóðamálum á sviði starfsmenntunar.

Nordplus ferð til Eistlands

Sigríður Ólafsdóttir, Soffía Margrét Magnúsdóttir fata- og textílkennarar
Anna Sigríður Ólafsdóttir kvöldskóla

Helstu verkefni

Nordplus Junior

 • 2013-2014 -Samstarfsverkefni líffræði og dönsku og Fredericia Gymnasium.
 • 2012-2014 – Creare – lets make art together.
 • Listnámsbraut í samvinnu við Eistland og Noreg.
 • 2011-2012 – Auðlindir og rætur.
 • Samstarfsverkefni FB og Stúdentaskúlinn í Kambsdal í Færeyjum
 • 2008 -2009 Danska og sagnfræði og Fredericia Gymnasium.
 • 2008 –2009 Danska og umhverfisfræði og Fredericia Gymnsium.

Leonardo / Comenius

 • 2012 – 2014 Dwindling resources
 • 2010 – 2012 Common roots – alþjóðaverkefni
 • 2008-2010 Let´s meet through the art
 • Samstarfsverkefni listnámsbrautar, Frakklands, Grikklands, Portúgals.
 • 2013-2015 Starfsþjálfun verknámsbrauta.
 • Samstarf við Belgíu, Eistland og Noreg.
 • 2009-2011 Rafvirkjabraut og húsasmíðabraut.
 • Samstarf milli Íslands, Belgíu og Danmerkur.
 • 2008 -2009 XChange – kennaraskipti.
 • Samstarf milli FB, Danmerkur, Portúgals.