Erasmus+ verkefni:

„Crossroads with the future“

Erasmus+ verkefnið „Crossroads with the future“ hefur það markmið að opna augu nemenda og kennara fyrir nýjum hugbúnaði til notkunar við nám og störf. Aðferðir og tileinkun námsefnis er að einhverju leyti svæðis- og menningarbundið og við það að skoða, deila og nota aðferðir hvors annars fá nemendur auga á nýjar leiðir til náms. Að auki veitir verkefnið nemendum tækifæri til þess að kynnast ólíkri menningu og opna huga þeirra gagnvart hinum stóra heimi. Hér má kynna sér verkefnið nánar.

Erlent samstarf

Alþjóðleg samskipti auka víðsýni, efla skilning á mikilvægi tungumálakunnáttu og veita innsýn í líf og störf fólks í útlöndum. FB tekur þátt í fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum, bæði Erasmus+ og Nordplus verkefnum. Á hverju ári fara nemendur og kennara til útlanda til að taka þátt í verkefnum, sækja námskeið eða taka þátt í nemendaskiptaverkefnum og starfsþjálfun tengda námi þeirra og störfum í FB. Skólinn sækir um náms og þjálfunarstyrki fyrir nemendur sína, nýútskrifaða nemendur og starfsfólk. Skólinn er í samstarfi við skóla í Danmörku, Belgíu, Eistlandi, Finnlandi, Svíþjóð  og Spáni.

Nám og þjálfun í útlöndum

Nemendum í list og verknámi gefst kostur á að taka hluta af starfsnámi sínu erlendis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Starfsnám erlendis er metið að fulla. Lengd dvalar getur verið 4-12 vikur  fyrir nemendur en 2 dagar til 6 vikur fyrir starfsfólk.

Hér er hægt að sækja um

Alþjóðastefna og markmið

Stefna FB á sviði alþjóðamála er í megindráttum sú að veita nemendum tækifæri til að víkka út reynslu sína og gefa þeim kost á að stunda hluta af námi sínu erlendis. Við leggjum einnig áherslu á að kennarar og starfsfólk eigi kost á að heimsækja skóla, fyrirtæki og stofnanir elendis og kynnast þannig því sem er efst á döfinni í faggreinum, svo og aðferðum og áherslum í námi, kennslu og miðlun á hverjum stað. Gagnkvæmar heimsóknir stuðla að auknum gæðum námsins og auka starfsgleði meðal nemenda og starfsfólks. Því lítum við á erlent samstarf sem mikilvægan þátt í því að bjóða nemendum okkar nám í hæsta gæðaflokki.

Gæðavottun

Skólinn er með VET Mobility Charter vottun.  Með vottuninni viðurkennir Landskrif­stofa hæfni FB til að skipu­leggja og fram­kvæma góð náms- og þjálf­un­ar­verk­efni en gerð er krafa um mikil gæði verk­efna þeirra aðila sem fá vottun. Þá er mik­il­vægt að stofn­unin fram­fylgi stefnu­mótun sinni í alþjóðamálum en skólinn hefur birt alþjóðastefnu sína.

Stefna FB í alþjóðamálum á sviði starfsmenntunar.

Alþjóðafulltrúi

Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kynningarstjóri er alþjóðafulltrúi skólans. Netfang hennar er agu@fb.is. Ágústa Unnur aðstoðar þá sem vilja sækja um að taka þátt í erlendu samstarfi.

Erasmus+ student blog from Portugal

Nemendablogg frá Portugal

Fréttir

Fréttamenn án landamæra

FB tekur þátt í þriggja ára samstarfsverkefni 5 landa um ýmis málefni sem brenna á fólki, s.s. umhverfismál, orkumál, fæðuöryggi, flóttamannavandann og velferð og félagslegt öryggi. 16 nemendur frá hverju samstarfslandanna, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Grikklandi og Íslandi fara í hlutverk fréttamanna og spyrja sérfræðinga spjörunum úr, skrifa skýrslur, ljósmynda og taka upp.

Sérhver nemendi heimsækir eitt samstarfsland í 10 daga, býr heima hjá fjölskyldu nemanda sem tekur þátt í verkefninu, kynnist erlendum jafnöldrum, mikilvægum málefnum, lífi og menningu gestalandsins. Það eru listnámskennararnir Guðrún Halldóra og Guðrún Gröndal sem stýra verkefninu fyrir hönd FB.

Hér má kynna sér verkefnið nánar

Jón Ágúst húsasmiðanemi bloggar frá Helsinki

Jón Ágúst er húsasmiðanemi í FB og dvelur nú sem Erasmus+ skiptinemi 3 mánuði i í AAlto Fablab í Helsinki við nám og þjálfun.

Lesa bloggið

Erasmus+ nemendaskipti á snyrtibraut

Þær Gréta Jóhannsdóttir,  Magnea Óskarsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir fóru í mánaðar starfsþjálfun til Helsinki í Finnlandi í sumar. Þær fá dvölina metna til fulls.

Hér má sjá glærukynningu og myndband frá þeim.