Þú ert hér:|Kynningarmál
Kynningarmál 2017-01-12T10:15:54+00:00

Kynningarmál

Skrifstofa skólans veitir allar upplýsingar um skólann. Þar er hægt að fá kynningarrit, námsvísi, vottorð til staðfestingar á skólavist og fleira sem tengist starfsemi skólans. Á skrifstofu er ljósritunarþjónusta fyrir kennara.

Heimasíðan er opinber upplýsingarmiðill skólans og þar eru upplýsingar um það sem helst er á döfinni. Á upplýsingaskjám í skólanum og á heimasíðu (skjárinn) birtast upplýsingar um kennslustundir sem falla niður dag hvern, en nemendur fá einnig tilkynningu þar um í tölvupósti. Upplýsingar um skólalífið eru birtar jafnóðum á lifandi samskiptasíðum skólans á Facebook, Instagram, Twitter og SnapChat (fbskoli).

Leitast er við að rækta ásýnd skólans í samræmi við menntunarsýn okkar og stefnumið, sem og að halda lifandi tengslum við þá aðila sem skólinn á að þjóna. Kynningarstjóri skólans vakir yfir þessu verkefni.