Kynningarmál

Skrifstofa skólans veitir allar upplýsingar um skólann. Þar er hægt að fá vottorð til staðfestingar á skólavist og fleira sem tengist starfsemi skólans.

Heimasíðan er opinber upplýsingarmiðill skólans og þar eru upplýsingar um það sem helst er á döfinni. Upplýsingar um skólalífið eru birtar jafnóðum á lifandi samskiptasíðum skólans á Facebook, Instagram, Twitter og SnapChat (fbskoli) sem og á upplýsingaskjám skólans.

Leitast er við að rækta ásýnd skólans í samræmi við menntunarsýn okkar og stefnumið, sem og að halda lifandi tengslum við þá sem skólinn á að þjóna.

Kynningarstjóri skólans er ritstjóri heimasíðunnar, upplýsingaskjáa sem og samfélagsmiðla skólans.