NFB – Nemendaráð FB

Stjórn NFB skólaárið 2018-2019

Formaður: Tanja Sigmundsdóttir

Varaformaður: Guðbjörg Þormar

Markaðsstjóri: Eydís Emma Jónsdóttir

Formaður nördanefndar: Hjörtur Hlíðdal Þorvaldsson

Formaður leiklistarnefndar: Þóra Rannveig Emmudóttir

Formaður vídeónefndar: Ásgeir Þorri Orrason

Formaður íþróttanefndar: Axel Örn Arnarson

Formaður tónlistarnefndar: Alexandra Diljá Arnarsdóttir

Nemendafélag skólans, NFB, vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Stjórn NFB (nemendaráð) er skipuð formanni, varaformanni, markaðsstjóra, skemmtanastjóra og meðstjórnanda. Þeir fimm sjá um daglegan rekstur félagsins og hafa yfirumsjón með öllu sem gerist á þess vegum.

Kosið er í nemendaráð og nefndir í apríl hvert ár en nýir fulltrúar í nemendaráði og nefndum taka við störfum í byrjun skólaárs.

Formaður og varaformaður sitja í skólaráði og formaður er áheyrnarfulltrúi í skólanefnd.

Nýnemaferð, forvarnardagur og skólafundur eru viðburðir sem skólayfirvöld og nemendafélagið undirbúa saman.

Skólaárið 2018-2019 eru starfræktar eftirfarandi nefndir: vídeónefnd, skemmtinefnd, leiklistarnefnd, hagsmunaráð, nördanefnd og tónlistarnefnd. Nefndirnar funda einu sinni í viku og halda reglulega viðburði yfir árið. Leiklistarnefnd er til dæmis að vinna að því að setja upp leiksýningu fyrir vorönn 2019 og nördanefnd er með spilakvöld á hverjum þriðjudegi og bíókvöld annan hvern fimmtudag. Áhugasamir geta haft samband við forseta NFB í gegnum nfbforseti@gmail.com ef um einhverjar spurningar er að ræða varðandi félagslífið og/eða nefndir.

Öldunganefnd er skipuð nemendum sem voru í stjórn NFB eða formenn nefnda árið áður. Þeim er ætlað að miðla upplýsingum og aðstoða nýja stjórn og nefndir við alla viðburði.

Gæðanefnd er ætlað að vera milliliður milli kennara og nemenda og miðla upplýsingum um það sem vel er gert í skólanum og í kennslu og einnig það sem betur mætti fara að mati nemenda.

Árlega tekur NFB þátt í Söngkeppni frmhaldskólanna, Gettu betur og öðrum sameiginlegum keppnum framhaldsskólanna. Vorið 2018 komst FB í úrslit í sjónvarpssal í Gettu betur og stóð sig með miklum sóma.

Í mars hvert ár halda nemendur árshátíð. Skólareglur gilda á öllum viðburðum sam haldnir eru í nafni skólans. Um dansleikjahald gilda sérstakar reglur.