Íþróttabraut

Námi á íþróttabraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum, íþróttafræðum og íþróttagreinum með áherslu á sérsvið íþrótta. Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla eða sérskólum einkum, þar sem gerð er krafa um góðan undirbúning í íþróttum. Þá hefur námið nýst vel sem undirbúningur undir nám í einkaþjálfun, í félags- og menntavísindum, og uppeldisgreinum. Einnig er námið góður undirbúningur fyrir þjálfun og vinnu með börnum og unglingum. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi.

Inntökuskilyrði

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.

Einingafjöldi: 200

Nánari lýsing brautar.
Yfirlit brautar (pdf)

SÆKJA UM SKÓLAVIST

KJARNI BRAUTAR

BUNDIÐ VAL

BUNDIÐ ÁFANGAVAL

FRJÁLST VAL

Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur velja 20 einingar úr áfangasafni skólans. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi. Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.