Aðrir framhaldsskólar

FB er einn af þrjátíu og tveimur framhaldsskólum á Íslandi. Skólarnir hafa með sér samráð á mörgum sviðum. Skólameistarar framhaldsskólanna hittast reglulega og funda um sameiginleg málefni skólanna og hið sama gildir um kennara og fleira fagfólk. Þetta virka samstarf stuðlar að auknum gæðum í skólastarfi á landsvísu, þar sem fagfólk getur leitað ráða hvert hjá öðru og borið saman bækur sínar þvert á stofnanir.