Vinnustofa og bókasafn

Bókasafnið þjónar nemendum og starfsmönnum skólans.

  • Flestar bækur safnsins eru lánaðar út í tvær vikur.
  • Kennslubækur, handbækur og kjörbækur eru einungis til notkunar innan skólans.
  • Bókasafnsfræðingur aðstoðar nemendur við að finna heimildir sem þeir þurfa vegna verkefna.
  • Á bókasafninu eru 20 borðtölvur, 8 fartölvur og spjaldtölvur eru lánaðar til notkunar í vinnustofu.
  • Fartölvurnar eru geymdar í afgreiðslu safnsins og eingöngu lánaðar til notkunar á safninu.
  • Þeir nemendur sem vinna að verkefnum tengdum námi við skólann ganga fyrir við lán á tölvum.
  • Bókasafnið lánar reiknivélar og heyrnartól en eingöngu til notkunar innan skólans.
  • Lesstofa er á safninu. Þar eru sæti fyrir 22 og góður vinnufriður.

Nemendur geta sent gögn til prentunar á prentarann sem heitir:  bokasafn3920. Hann er staðsettur á bókasafni við inngang að lesstofu.

Allir nemendur fá 50 blaða prentkvóta á önn. Hægt er að kaupa viðbótarprentkvóta hjá starfsmönnum bókasafnsins. Hvert blað kostar 10 kr.

Nemendur hafa aðgang að ljósritunarvél og skanna á safninu. Ljósritið kostar 20 kr. fyrir A4 blað.

Starfsmaður bókasafns sér um ljósritun og að skanna fyrir nemendur.

Vinnustofa er staðsett inni á bókasafni skólans. Vinnustofa er fyrir alla nemendur skólans. Í vinnustofu i fá nemendur skólans fjölbreytta námsaðstoð. Þeir fá aðstoð við skipulagningu náms og upplýsingar um hjálparforrit og ýmis tæki sem nýtast þeim í námi. Nemendur geta einnig fengið aðstoð við prófatöku, heimanám, verkefna – og ritgerðasmíð.

Stærðfræðiver er opið á mánudögum frá kl. 15-16 og miðvikudögum frá kl. 16-17 í stofu 204. Stærðfræðiver er opið fyrir alla sem vilja aðstoð í stærðfræði.

Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þessa aðstoð.

Opnunartími bókasafns

Bókasafnið er opið frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:00-16:00. Á föstudögum er opið kl. 8:00-15:00.

Vinnustofa er opin á sama tíma.

Lesstofa er opin 8:00-21:00. Á föstudögum er opið kl. 8:00-15:00.

Þórunn Snorradóttir er forstöðumaður bókasafns.

Guðjón Ívarsson kerfisstjóri er við á bókasafninu frá kl. 9:30-12:30 alla virka daga.

Hanna Ásgeirsdóttir er umsjónarmaður vinnustofu og netfang hennar er hna@fb.is

Opnunartímar

Bókasafn

Frá kl. 8:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga.
Á föstudögum er opið frá kl. 8:00 – 15:00.

Vinnustofa

Vinnustofa (st. 371) er opin frá 8:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga.
Á föstudögum er opið frá kl. 8:00-15:00.

Starfsfólk vinnustofu og bókasafns

Forstöðumaður bókasafns er Þórunn Snorradóttir

Vinnustofustjóri er Hanna Ásgeirsdóttir