Bókasafn og vinnustofa

Bókasafnið þjónar nemendum og starfsmönnum skólans.

  • Flestar bækur safnsins eru lánaðar út í tvær vikur.
  • Kennslubækur, handbækur og kjörbækur eru einungis til notkunar innan skólans.
  • Bókasafnsfræðingur aðstoðar nemendur við að finna heimildir sem þeir þurfa vegna verkefna.
  • Á bókasafninu eru 20 borðtölvur, 8 fartölvur og spjaldtölvur eru lánaðar til notkunar í vinnustofu.
  • Fartölvurnar eru geymdar í afgreiðslu safnsins og eingöngu lánaðar til notkunar á safninu.
  • Þeir nemendur sem vinna að verkefnum tengdum námi við skólann ganga fyrir við lán á tölvum.
  • Bókasafnið lánar reiknivélar og heyrnartól en eingöngu til notkunar innan skólans.
  • Lesstofa er á safninu. Þar eru sæti fyrir 22 og góður vinnufriður.

Nemendur geta sent gögn til prentunar á prentarann sem heitir:  bokasafn3920. Hann er staðsettur á bókasafni við inngang að lesstofu.

Allir nemendur fá 50 blaða prentkvóta á önn. Hægt er að kaupa viðbótarprentkvóta hjá starfsmönnum bókasafnsins. Hvert blað kostar 10 kr.

Nemendur hafa aðgang að ljósritunarvél og skanna á safninu. Ljósritið kostar 20 kr. fyrir A4 blað.

Starfsmaður bókasafns sér um ljósritun og að skanna fyrir nemendur.

Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þessa aðstoð.

Opnunartími bókasafns og vinnustofu

Opið er frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:00-16:00.

Á föstudögum er opið kl. 8:00-15:00.

Lesstofa er opin 8:00-21:00.

Á föstudögum er opið kl. 8:00-15:00.

Þórunn Snorradóttir er forstöðumaður bókasafns. Netfang ths@fb.is

Hanna Ásgeirsdóttir er umsjónarmaður vinnustofu. Netfang hna@fb.is

Guðjón Ívarsson kerfisstjóri er við á bókasafninu frá kl. 9:30-9:50 og 12:00-12:30 alla virka daga.

Netfang Guðjóns er gman@fb.is

Opnunartímar

Bókasafn

Frá kl. 8:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga.
Á föstudögum er opið frá kl. 8:00 – 15:00.

Vinnustofa

Vinnustofa (st. 371) er opin frá 8:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga.
Á föstudögum er opið frá kl. 8:00-15:00.

Starfsfólk vinnustofu og bókasafns

Forstöðumaður bókasafns er Þórunn Snorradóttir

Vinnustofustjóri er Hanna Ásgeirsdóttir