ÍÞR 3212

Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta og alhliða líkamsþjálfun tengda knattspyrnu. Nemendur fá þjálfun í áætlanagerð, bæði fyrir sig og hópa, sem þeir reyna í kennslustundum. Leikrænar æfingar verða notaðar til þjálfunar í tækni greinarinnar.

2014-05-22T09:58:25+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 3112

Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta og alhliða líkamsþjálfun tengda grunnþáttum fimleika. Nemendur vinna áætlanir og reyna þær í kennslustundum. Komið er inn á samvinnu og mikilvægi öryggisatriða, s.s. örugga móttöku í stökkum og í ýmsum æfingum.

2014-05-22T09:56:58+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 3024

Fjölbreytt þjálfun undir leiðsögn og hvatningu kennara. Þol-, kraft-, liðleika- og fitumælingar og eftir­lit. Áfangar innihalda mismunandi kynningarþætti, s.s. ratleiki, þolfimi, sundleikfimi, útivist og fjall­göngu. Unnið er með atriði eins og samvinnu, tillitssemi og háttvísi.

2014-05-22T09:54:08+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 3012

Meginviðfangsefni áfanganna er fjölbreytt líkamsrækt þar sem áhersla er lögð á kraft- og þolæfingar. Áfangar innihalda mismunandi kynningarþætti, s.s. ratleiki, þolfimi, sundleikfimi, útivist og fjallgöngu. Unnið er með atriði eins og samvinnu, tillitssemi og háttvísi.

2014-05-22T09:50:15+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 2424

Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti upphitunar og þols fyrir einstaklinginn. Farið er yfir muninn á loftháðri og loftfirrtri þolþjálfun. Í áfanganum er einnig farið yfir verklega og fræðilega þætti kraft- og liðleikaþjálfunar. Komið er inn á slökun og mikilvægi hennar í nútíma­sam­félagi. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og [...]

2014-05-22T09:49:13+00:0022. maí 2014|

ÍÞR 1212 eða 1412

Áfanginn er verklegur. Nemendur fá alhliða hreyfireynslu með fjölbreytni að leiðarljósi. Lögð er áhersla á fjölbreytta upphitun, styrkjandi og liðkandi æfingar, auk alhliða þolþjálfunar og leikja. Byggt er á þeim grunni sem skapast hefur í grunnskólanum. Samhliða verklegri útfærslu fræðast nemendur um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd. Nemendur eru hvattir til að rækta líkama sinn sér [...]

2014-05-22T09:47:40+00:0022. maí 2014|
Go to Top