Upphaf vorannar 2024

Gleðilegt ár! Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 4. janúar. Töflubreytingar verða miðvikudaginn 3. janúar í stofu 204 frá klukkan 8:30 – 16:00. Við bendum á að þeir nemendur sem eru skráðir í íþróttir (áfanga sem byrjar á ÍÞR…) hafa aðgang að World Class Breiðholti á virkum dögum frá kl. 8-16, án endurgjalds. Aðrir geta fengið þannig [...]

2024-01-01T17:58:18+00:001. janúar 2024|Categories: Fréttir|

Útskriftarhátíð FB 20. desember

Þann 20. desember útskrifuðust 132 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu. Þá útskrifuðust 14 nemendur með tvö lokapróf, 47 útskrifuðust með stúdentspróf, 30 af húsasmiðabraut, 29 af rafvirkjabraut, 15 sjúkraliðar og 11 af snyrtifræðibraut. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari flutti yfirlitsávarp. Ingveldur Þóra Ragnheiðardóttir, nýstúdents söng tvö [...]

2023-12-22T15:52:56+00:0021. desember 2023|Categories: Fréttir|

Opnun skrifstofu yfir jól og áramót

Föstudaginn 15. desember kl. 12-13 verða kennarar til viðtals og nemendur í list- og verknámi geta sótt möppur og verkefni. Opnunartími skrifstofu yfir jól og áramót verður sem hér segir: 20. desember 8-12 21. desember 8-15 22.-26. desember lokað 27. desember 10-12 28.-29. desember lokað 2. janúar 10-15 Miðvikudaginn 3. janúar verða töflubreytingar og kennsla [...]

2023-12-14T15:18:27+00:0014. desember 2023|Categories: Fréttir|

Sigur í jólakortasamkeppni FB 2023

Árlega er efnt til samkeppni um gerð jólakorts í FB. Samkeppnin er auglýst meðal nemenda og er sigurtillagan notuð í jólakort skólans. Jólakortið er rafrænt í ár. Frestur til að skila út tillögum rann út 5. desember. Alls bárust 15 tillögur. Sigurvegarinn að þessu sinni er Blær Þorfinns. Verðlaunin verða afhent við útskrift þann 20. [...]

2023-12-13T11:43:49+00:008. desember 2023|Categories: Fréttir|

Fulltrúi FB á norrænum leiðtogafundi

Stefán Örn Ingvarsson Olsen nemandi á rafvirkjabraut var fulltrúi FB á norrænum leiðtogafundi barna og ungmenna sem haldinn var í Hörpu sl. helgi. Fulltrúar barna og ungmenna frá Norðurlöndunum ræddu ýmis málefni sem snerta þau, t.d. umhverfismál, skólamál, frið, geðheilbrigði, lýðræði o.fl. Markmið fundarins er að auka samstarf barna og ungmenna á öllum Norðurlöndunum og [...]

2023-11-27T10:52:39+00:0027. nóvember 2023|Categories: Fréttir|

Dagur íslenskrar tungu á Bessastöðum

Á degi íslenskrar tungu bauð forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, til móttöku á Bessastöðum fyrir fulltrúa Ísbrúar, félags kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál. Þar færði hann þeim þakkir við hátíðlega athöfn og sagði það þjóðarnauðsyn að fólk sem hingað flyst og börn þeirra nái að læra íslensku eftir bestu getu og vilja. Fjórir [...]

2023-11-21T09:03:06+00:0020. nóvember 2023|Categories: Fréttir|

Jólakortasamkeppni

Opnað hefur verið fyrir þátttöku í árlegri jólakortasamkeppni FB. Allir nemendur eru hvattir til að taka þátt en frestur til að senda inn tillögur rennur út 5. desember. Fyrstu verðlaun eru 40.000 krónur, nánari leiðbeiningar er hægt að fá á skrifstofu skólans.

2023-11-16T08:53:15+00:0016. nóvember 2023|Categories: Fréttir|

Skólafundur

Skólafundur var haldinn með breyttu sniði sl. miðvikudag. Starfsfólk og nemendur ræddu málefni sem varða okkur öll í skólanum í dag. Virk og góð umræða skapaðist á öllum borðum. Málefnin voru skólareglur, raunmæting, mötuneyti, íslenskuþorpið, skólaráð og fleira. Takk öll sem tókuð þátt og takk NFB.

2023-11-10T09:15:13+00:0010. nóvember 2023|Categories: Fréttir|
Go to Top