Stefán Örn Ingvarsson Olsen nemandi á rafvirkjabraut var fulltrúi FB á norrænum leiðtogafundi barna og ungmenna sem haldinn var í Hörpu sl. helgi. Fulltrúar barna og ungmenna frá Norðurlöndunum ræddu ýmis málefni sem snerta þau, t.d. umhverfismál, skólamál, frið, geðheilbrigði, lýðræði o.fl. Markmið fundarins er að auka samstarf barna og ungmenna á öllum Norðurlöndunum og gefa röddum þeirra farveg svo hún berist ráðamönnum.

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra setti fundinn og Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra var afhent aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundinum. Meðfylgjandi eru myndir af Stefáni Erni fulltrúa FB í góðum félagsskap. Myndirnar eru fengnar af vef Stjórnarráðsins og instagramsíðu félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Sjá nánar í frétt á vef Stjórnarráðsins.