About Þórdís Steinarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Þórdís Steinarsdóttir has created 69 blog entries.

FB-ingar á ferð og flugi

Undanfarnar vikur hafa nemendur og kennarar verið á ferðalagi annars vegar í Póllandi og hins vegar Frakklandi. Andri Þorvarðarson sögukennari fór með nemendur úr valáfanga um sögu Póllands til Kraká og Auschwitz. Þá fór hópur nemenda af snyrtibraut ásamt kennurum Nínu Björgu Sigurðardóttur og Bergljótu Stefánsdóttur til Parísar þar sem þær heimsóttu skóla og fyrirtæki [...]

2024-04-17T12:06:19+00:0017. apríl 2024|Categories: Fréttir, Uncategorized|

Frábær árangur FB-inga

Nemendur FB hafa staðið sig vel undanfarið með frábærri frammistöðu á ýmsum sviðum og verið sjálfum sér og skólanum til mikils sóma. Við erum virkilega stolt af því og óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn. Sjá nánar á meðfylgjandi myndum.

2024-03-21T10:43:35+00:0020. mars 2024|Categories: Fréttir|

Sendiherra Bandaríkjanna heimsækir FB

Í síðustu viku fékk skólinn ánægjulega heimsókn. Það var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman sem heimsótti okkur í um 2 klukkustundir. Hún fór í stutta gönguferð um skólann ásamt skólameistara og fylgdarliði, heimsótti nemendur í félagsvísindaáfanga, hélt fyrir þau erindi og spjallaði við þau. Loks heimsótti hún Fab Lab Reykjavík. Heimsóknin var mjög [...]

2024-03-19T08:49:44+00:0019. mars 2024|Categories: Fréttir|

Sæludagar 6. og 7. mars

Dagana 6. og 7. mars eru Sæludagar í FB en það eru óhefðbundnir dagar sem eru skipulagðir af nemendum. Með þátttöku á sæludögum er hægt að fá 16 fjarvistarstig felld niður, fjögur stig fyrir hvern viðburð. Skráning fer fram á www.saeludagar.is. Á fimmtudagskvöld fer svo árshátíð skólans fram.  

2024-03-05T09:03:57+00:005. mars 2024|Categories: Fréttir|

Söngkeppni FB

Söngkeppni FB fór fram á dögunum þar sem Sigurborg António Smáradóttir bar sigur úr býtum. Hún mun keppa fyrir hönd FB í söngkeppni framhaldsskólanna í apríl. Til hamingju Sigurborg!

2024-02-26T09:32:56+00:0020. febrúar 2024|Categories: Fréttir|

Sigurvegarar á spænskuhátíð

Til hamingju FB! Spænskuhátíðin var haldin á dögunum í Veröld – Húsi Vigdísar. Spænska sendiráðið á Íslandi heldur keppnina. Nemendur gerðu stuttmynd og hver skóli sendi eitt myndband frá sér í keppnina. Í ár áttu nemendur að vinna með heimsmarkmið númer 4 „Menntun fyrir alla“. Skólarnir sem unnu í ár voru Versló, MH og FB! [...]

2024-02-09T12:58:35+00:006. febrúar 2024|Categories: Fréttir|
Go to Top