Skólafundur 10. apríl

Skólafundur verður miðvikudaginn 10. apríl, klukkan 11-12 í miðrými á 2. hæð skólans, (við stofur 21-28). Málefni fundarins: Samskipti. Allir þátttakendur fá pizzu í lok skólafundar. Skólafundur er lýðræðislegur vettvangur þar sem nemendur og starfsfólk skólans fá tækifæri til þess að segja sína skoðun á hin ýmsu málefni skólastarfsins. Á fundinum ræða þátttakendur saman í [...]

2024-04-09T14:36:17+00:009. apríl 2024|Categories: Fréttir|

Frábær árangur FB-inga

Nemendur FB hafa staðið sig vel undanfarið með frábærri frammistöðu á ýmsum sviðum og verið sjálfum sér og skólanum til mikils sóma. Við erum virkilega stolt af því og óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn. Sjá nánar á meðfylgjandi myndum.

2024-03-21T10:43:35+00:0020. mars 2024|Categories: Fréttir|

Sendiherra Bandaríkjanna heimsækir FB

Í síðustu viku fékk skólinn ánægjulega heimsókn. Það var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman sem heimsótti okkur í um 2 klukkustundir. Hún fór í stutta gönguferð um skólann ásamt skólameistara og fylgdarliði, heimsótti nemendur í félagsvísindaáfanga, hélt fyrir þau erindi og spjallaði við þau. Loks heimsótti hún Fab Lab Reykjavík. Heimsóknin var mjög [...]

2024-03-19T08:49:44+00:0019. mars 2024|Categories: Fréttir|

Sæludagar 6. og 7. mars

Dagana 6. og 7. mars eru Sæludagar í FB en það eru óhefðbundnir dagar sem eru skipulagðir af nemendum. Með þátttöku á sæludögum er hægt að fá 16 fjarvistarstig felld niður, fjögur stig fyrir hvern viðburð. Skráning fer fram á www.saeludagar.is. Á fimmtudagskvöld fer svo árshátíð skólans fram.  

2024-03-05T09:03:57+00:005. mars 2024|Categories: Fréttir|

Söngkeppni FB

Söngkeppni FB fór fram á dögunum þar sem Sigurborg António Smáradóttir bar sigur úr býtum. Hún mun keppa fyrir hönd FB í söngkeppni framhaldsskólanna í apríl. Til hamingju Sigurborg!

2024-02-26T09:32:56+00:0020. febrúar 2024|Categories: Fréttir|

Sigurvegarar á spænskuhátíð

Til hamingju FB! Spænskuhátíðin var haldin á dögunum í Veröld – Húsi Vigdísar. Spænska sendiráðið á Íslandi heldur keppnina. Nemendur gerðu stuttmynd og hver skóli sendi eitt myndband frá sér í keppnina. Í ár áttu nemendur að vinna með heimsmarkmið númer 4 „Menntun fyrir alla“. Skólarnir sem unnu í ár voru Versló, MH og FB! [...]

2024-02-09T12:58:35+00:006. febrúar 2024|Categories: Fréttir|
Go to Top