Þú ert hér:|Fréttir

Þróunarverkefni FB

Skólinn tekur þátt í nokkrum þróunarverkefnum skólaárið 2018-2020. Verkefni á vegum Erasmus+ eru samstarfsverkefnin Crossroads With The Future, Reporters Without Frontiers, ST´ART, European Voice of Sales og WATT in STEaM. Verkefni sem eru styrkt af Sprotasjóði eru gerð áhugasviðskönnunar og þróun námsefnis í FabLab fyrir Starfsbraut FB, þróun stuðnings í íslensku fyrir erlenda nemendur í verknámi og verkefnið Hugrækt í FB. Skólinn hefur einnig fengið styrk úr Þróunarsjóði námsgagna til þess að búa til námsefni í upplýsingatækni fyrir Starfsbraut FB. Þá hefur skólinn fengið stóra Erasmus+ styrki í flokknum Nám og þjálfun innan starfsmenntunar. Sjá nánar á alþjóðasíðu skólans.

2019-01-16T12:05:05+00:0016. janúar 2019|Flokkar: Fréttir|

Stundatöflur í Innu

Nú geta nemendur séð stundatöflur sínar fyrir vorönn 2019 í Innu. Viðtöl vegna óska um breytingu eða lagfæringu á stundatöflu verða fimmtudaginn 3. janúar frá kl. 10-16 og föstudaginn 4. janúar frá kl. 8 - 16 í stofu 254. Kennsla hefst að nýju mánudaginn 7. janúar samkvæmt stundtöflu. Nánari upplýsingar eru í tölvupósti til nemenda frá Berglindi Höllu Jónsdóttur áfangastjóra. Gleðilegt ár!

2018-12-29T12:36:40+00:0029. desember 2018|Flokkar: Fréttir|

117 nemendur útskrifast úr FB

Í gær útskrifuðust 117 nemendur úr FB við hátíðlega athöfn í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Af 117 útskriftarnemendum luku átta nemendur tveimur prófum. Alls útskrifuðust  67 nemendur með stúdentspróf, 13 útskrifuðust sem sjúkraliðar, 15 af húsamiðabraut, 23 af rafvirkjabraut og 7 af snyrtibraut. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Elvar Jónsson aðstoðarskólameistari flutti ávarp. Katrín Eir Óðinsdóttir nýstúdent söng við undirleik Pálmars Sigurhjartarsonar og Kristjón Daðason lék á trompet. Anna María Birgisdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd nýútskrifaðra. Fjölmörg verðlaun og viðurkenningar voru veitt fyrir góðan námsárangur. Með hæstu einkunn á stúdentsprófi var Þorgeir Þorsteinsson sem lauk stúdentsprófi af loknu starfsnámi á rafvirkjabraut. Lára Kristín Björnsdóttir, náttúruvísindabraut hlaut viðurkenningar í íslensku og stærðfræði sem og viðurkenningu frá Styrktarsjóði Kristínar Arnalds. Snæfríður Ebba Ásgeirsdóttir, náttúruvísindabraut fékk viðurkenningu fyrir lokaverkefni til stúdentsprófs ásamt viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Anna María Birgisdóttir, félagsvísindabraut fékk viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Breiðholts fyrir félagsstörf. Öllum sem færðu skólanum og útskriftarnemum gjafir og styrki við útskriftina þökkum við velvildina. Öll verðlaun í einstökum greinum . Myndirnar tók

2019-01-07T15:38:55+00:0021. desember 2018|Flokkar: Fréttir|

Jólakort FB 2018

Góð þátttaka var í samkeppni um gerð jólakorts FB 2018. Sigurvegari í samkeppnninni er Monika Jóhanna Karlsdóttir nemandi á myndlistarbraut og hlýtur hún viðurkenningu sem afhent verður við útskrift þann 20. desember. Í dómnefnd sátu Sigríður Ólafsdóttir listnámskennari, Kristín Reynisdóttir sviðsstjóri listnáms og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari. Við þökkum öllum nemendum sem tóku þátt og óskum Moniku innilega til hamingju. Hægt er að sækja allar tillögurnar á skrifstofu skólans. Jólakortið er til sölu á skrifstofunni.

2018-12-10T11:25:08+00:007. desember 2018|Flokkar: Fréttir|

Veikindi í prófum

Þeir sem veikjast í prófum geta tekið próf á aukaprófsdegi gegn framvísun læknisvottorðs. Þeim ber að tilkynna veikindin samdægurs eða næsta virkan dag eftir viðkomandi próf og eru þeir þá skráðir í aukapróf.

2018-12-07T16:01:22+00:007. desember 2018|Flokkar: Fréttir|

Hönnunarverðlaun

Erla María Theodórsdóttir nemandi okkar á náttúrufræðibraut hlaut glæsileg hönnunarverðlaun síðustu helgi í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir framúrskarandi hönnun á verki sínu Lotukerfið á samsýningu framhaldsskólanna Hönnun- Hugmyndir- Nýsköpun 2018. Erla María naut leiðsagnar Soffíu Margrétar Magnúsdóttur listnámskennara FB sem kenndi Erlu Maríu í fablab áfanga skólans. Í umsögn dómnefndar segir að Erla María hljóti viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun á verkinu Lotukerfið. Við óskum þeim Erlu Maríu og Soffíu innilega til hamingju!

2018-12-06T12:07:39+00:006. desember 2018|Flokkar: Fréttir|

Frumlegasta hugmyndin

Lið FB hlaut viðurkenninguna "Frumlegasta hugmyndin"  í  úrslitakeppni Menntamaskínu sem er nýsköpunarhraðall framhaldsskólanema. Lögð var áhersla á heilsu og vellíðan sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna. Nemendur fóru í gegnum hönnunarsprett þar sem hugmynd varð að frumgerð í Fab Lab Reykjavíkur. Lið Tækniskólans vann keppnina. Lið FB hannaði fallegan hjólastólaramp sem nota má sem listaverk þegar hann er ekki í notkun. Í umsögn segir að nemendur FB hafi sýnt framúrskarandi hugmyndauðgi með hópverkefni sínu. Í liði okkar voru þau Jón Ágúst Arnórsson, Marclester Ubaldo, Sara Halldórsdóttir, Lára Kristín Björnsdóttir og María Rós Arnfinnsdóttir. Það var Sigríður Ólafsdóttir kennari í nýsköpun sem leiðbeindi hópnum. Við óskum þeim öllum til hamingju!

2018-12-03T23:59:16+00:003. desember 2018|Flokkar: Fréttir|

Þjóðlegur föstudagur

Laugardagurinn 1. desember er merkur dagur í sögu Íslands, en þá eru 100 ár frá fullveldi okkar. Í telfni dagsins langar okkur að vera með „þjóðlegan föstudag“ þann 30. nóvember næstkomandi. Við hvetjum alla bæði nemendur og starfsfólk til að mæta í skólann í einhverju þjóðlegu, hvort sem það eru lopapeysur, ullarsokkar, landsliðsbúningar eða jafnvel upphlutur/þjóðbúningur. Mætum öll í hátíðarskapi á föstudaginn.  

2018-11-29T10:10:51+00:0029. nóvember 2018|Flokkar: Fréttir|
Sækja fleiri fréttir