Þú ert hér:|Fréttir

Alþjóða hamingjudagurinn er í dag

Alþjóða hamingjudagurinn er í dag og Heilsuvika FB í fullum gangi. Markmið heilsuviku er að stuðla að hamingju og heilbrigði meðal nemenda og starfsfólks skólans. Í dag miðvikudaginn 20. mars verður Saga Garðarsdóttir með uppistand í hádeginu í matsal nemenda. Meðal atburða heilsuviku má nefna að skólainn bauð nemendum ávexti í upphafi vikunnar og sérlega heilbrigður og hollur matur verður í boði í Hungurheimum alla vikuna. Ýmis holl og góð hreyfing stendur nemendum og starfsfólki til boða eins og blak og körfuboltakeppni í íþróttahúsinu, utanhússfótbolti á Leiknisvellinum og frísbígolf á frísbígolfvellinum. Þá stendur loftslagsbaráttuhópur skólans fyrir því að tína rusl í nánasta umhverfi skólans í fundargatinu miðvikudaginn 20. mars kl. 12:40 og er mæting fyrir framan Skuggaheima.

2019-03-20T10:36:27+00:0020. mars 2019|Flokkar: Fréttir|

Menntamálaráðherra veitir FB viðurkenningu

Við erum stolt af því að hafa fengið viðurkenningu fyrir að vera með flottasta kynningarbásinn á Íslandsmóti iðn- og verkgreina og framhaldskólakynningunni sem fram fór í Laugardalshöll dagana 14. - 16. mars. Alls tóku 33 framhaldsskólar þátt og um 7000 grunnskólanemar komu á svæðið og skoðuðu námsframboð skólanna. Á myndinni má sjá menntamálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur afhenda Ágústu Unni Gunnarsdóttur kynningarstjóra FB blómvönd í viðurkenningarskyni fyrir flottasta básinn.

2019-03-20T08:34:46+00:0018. mars 2019|Flokkar: Fréttir|

Mín framtíð í Laugardalshöll

Dagana 14. - 16. mars verður Íslandsmót iðn- og verk­greina og fram­halds­skóla­kynning í Laug­ar­dals­höll. FB verður með keppendur í rafvirkjun, húsasmíði og snyrtifræði. Þess má geta að í snyrtifræði erum við með 9 keppendur. FB og Fab Lab Reykjavíkur eru með sameiginlegan stóran kynningarbás. Við þökkum nemendum og kennurum á húsasmiðabraut fyrir aðstoð við uppsetningu á kynningarsvæðinu okkar. Þá munu nemendur, námsráðgjafar, áfangastjóri og kennarar veita upplýsingar um námið, stuðninginn og félagslífið í skólanum. Búist er við um 7000 grunnskólanemum á svæðið milli klukkan 9-15. Opið er fyrir almenning frá kl. 14-17 fimmtudag og föstudag. Laugardagurinn er fjölskyldudagur og þá er opið frá kl. 10-16. Í tengslum við viðburðinn hafa verið gerð nokkur kynningarmyndbönd um iðn- og verkgreinar. Birta María Laufdal Pétursdóttir nemandi okkar á sjúkraliðabraut tók þátt í myndbandinu um sjúkraliðanámið. Sjá hér.

2019-03-13T19:18:50+00:0013. mars 2019|Flokkar: Fréttir|

Sæludagur og árshátíð

Sæludagur FB verður þann 6. mars. Á sæludegi er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum gefst kostur á að velja sér ýmsa viðburði. Sjá nánar á www.saeludagar.is. Þann 7. mars verður árshátíð nemendafélags skólans á Hard Rock Cafe. Árshátíðarmatur NFB verður á undan ballinu í matsal skólans. Þá býðst nemendum ókeypis far með rútu upp í FB að ballinu loknu.  

2019-03-04T08:37:21+00:004. mars 2019|Flokkar: Fréttir|

Sæludagur 6. mars

Sæludagur verður miðvikudaginn 6. mars. Nemendur skrá sig til leiks á síðunni www.saeludagar.is. Fyrir hvern viðburð sem nemandi skráir sig í, og mætir í, fær viðkomandi mínus 4 fjarvistarstig sem verða felld niður í lok annar. Nemendur skólans sjá um skipulag og framkvæmd þessa viðburðar með liðsinni félagsmálafulltrúa skólans. Þess má geta að nemendur tölvubrautar hönnuðu og settu upp sæludagavefinn.

2019-02-27T01:34:12+00:0027. febrúar 2019|Flokkar: Fréttir|

Opið hús í FB 20. febrúar

Miðvikudaginn 20. febrúar verður opið hús í FB frá kl. 17-18:30. Nemendur og starfsfólk skólans taka vel á móti gestum og kynna alla námsmöguleika skólans, félagslíf og aðstöðu til heimanáms. Opið verður í Smiðjunni við Hraunberg þar sem húsasmiðabraut og hluti myndlistarbrautar hefur aðstöðu. Þá verða ýmsar stofur opnar sem og bókasafnið og lesstofa. Kaffi, kleinur og ávaxtasafi í boði. Nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðin velkomin en allir eru auðvitað alltaf velkomnir! Hlökkum til að sjá ykkur!

2019-02-17T13:09:03+00:0015. febrúar 2019|Flokkar: Fréttir|

Forvarnardagurinn

Í dag er forvarnardagurinn. Í tilefni dagsins flutti Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir erindið: Koffein - falskur vinur. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og var í kennslustundinni sem hófst kl. 11:00 í matsal nemenda.

2019-02-07T11:59:00+00:007. febrúar 2019|Flokkar: Fréttir|

Ferð til Portúgals

FB tekur þátt í Erasmus+ verkefninu EVS eða " European Voice of Sales" sem er tveggja ára samstarfsverkefni. Auk Íslands taka þátt nemendur frá Portúgal, Ítalíu, Finnlandi og Noregi. Fyrstu ferðinni er nýlokið en hún var til Lissabon í Portúgal. Farið var í heimsókn í frumkvöðlasetur og nemendur fengu ýmis verkefni í vettvangsferðum um borgina. Auk þess heimsóttu þau frumkvöðul sem hefur náð langt með nýstárlegri markaðsetningu á sardínum. Lokaverkefni nemenda var tveggja mínútna ræða fyrir fullum sal af fólki þar sem þau áttu að kynna fyrir dómnefnd hugmynd sína um hvernig best væri að selja portúgalskar lúpínubaunir. Sigurvergari hvers lands fyrir sig fer áfram í úrslitakeppnina verður í Finnlandi í apríl. Nemendur okkar stóðu sig með miklum sóma og sigurvergari íslenska hópsins var Tómas Ögri Guðnason en auk hans tóku þátt þær Tanja Sigmundsdóttir og Sigrún Klara Sævarsdóttir. Með í för voru þær Iveta Licha enskukennari og Ágústa Unnur Gunnarsdóttir alþjóðafulltrúi.

2019-02-05T09:56:41+00:005. febrúar 2019|Flokkar: Fréttir|

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á heimasíðu okkar www.lin.is eða island.is . Umsóknarfrestur vegna vorannar 2019 er til 15. febrúar næstkomandi!

2019-02-01T10:54:14+00:001. febrúar 2019|Flokkar: Fréttir|
Sækja fleiri fréttir