Þú ert hér:|Fréttir

Upphaf haustannar 2019

Aðgangur nemenda að stundatöflunni í  Innunni verður opnaður, í lok dags, miðvikudaginn 14. ágúst. Þið notið íslykilinn eða rafræn skilríki í síma til að komast inn á INNU. Allt um rafræn skilríki hér: https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/skilriki-i-farsima/   Stundatöflubreytingar  verða fimmtudaginn 15. ágúst frá kl. 10-16 og föstudaginn 16. ágúst frá kl. 8 - 16 í stofu 254. Nemendur taki númer við stofuna. Gengið er inn í nýju bygginguna, á móti sundlauginni. Við hvetjum útskriftarnema á haustönn 2019 og vorönn 2020 til að koma á fimmtudaginn. Athugið að ekki er hægt að gera breytingar á stundatöflunni í gegnum tölvupóst eða síma. Allar fyrirspurnir verða að koma í viðtölunum. Nemendur sem eru skráðir í íþróttir hafa aðgang að World Class Breiðholti á virkum dögum frá kl. 8-16, án endurgjalds. Stundatöflur nemenda á starfsbraut opna mánudaginn 19. ágúst kl. 17. Þriðjudaginn 20. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá kl. 8:30. Hlökkum til að sjá ykkur!  

2019-08-08T14:00:06+00:008. ágúst 2019|Flokkar: Fréttir|

FB útskrifar 153 nemendur

Í gær þann 28. maí útskrifuðust 153 nemendur úr FB við glæsilega athöfn í Silfurbergi Hörpu að viðstöddum 700 manns. Alls útskrifuðust 83 nemendur með stúdentspróf, 12 sjúkraliðar, 20 húsasmiðir, 24 rafvirkjar, 11 nemendur af snyrtibraut og 10 nemendur af starfsbraut. Þess má til gamans geta að þá var þúsundasti rafvirkinn úr FB útskrifaður. Dúx skólans var Guðmundur Freyr Gíslason stúdent af náttúruvísindabraut með einkunnina 9.49. Hann sópaði að sér flestum verðlaunum. Hann fékk verðlaun fyrir bestan árangur  í raungreinum, stærðfræði og spænsku. Þá hlaut hann einnig menntaverðlaun Háskóla Íslands. Semídúx var Ásta Kristín Marteinsdóttir stúdent að loknu sjúkraliðanámi með einkunnina 9.43.Ávörp nýstúdenta fluttu þau Guðmundur Freyr Gíslason náttúruvísindabraut og Guðrún Marta Jónsdóttir myndlistarbraut. Melkorka Rós Hjartardóttir nemandi við skólann söng við undirleik Fannars Pálssonar. Hrafn Bogdan Seica Haraldsson nýstúdent lék á gítar og söng frumsamið lag við eigin texta. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Elvar Jónsson aðstoðarskólameistari flutti ávarp. Það var ljósmyndarinn

2019-06-07T13:49:41+00:0029. maí 2019|Flokkar: Fréttir|

Útskrift og opnunartími skrifstofu

Þriðjudaginn 28. maí lokar skrifstofa skólans kl. 12 vegna útskriftar og skólaslita í Silfurbergi Hörpu. Athöfnin hefst kl. 14 og lýkur um klukkan 15:45. Útskriftarnemendur mæta kl. 12:45 og hópmyndataka verður kl. 13. Lokaæfing verður í Silfurbergi í dag mánudaginn 27. maí kl. 18-19. Mikilvægt að allir mæti. Allir eru velkomnir í útskriftina.

2019-05-27T10:12:35+00:0027. maí 2019|Flokkar: Fréttir|

Prófsýning föstudaginn 24. maí

Einkunnablöð verða afhent (þeim sem eru með umsjónarkennara) í dagskólanum frá kl. 11:00-12:00, föstudaginn 24. maí og í kvöldskólanum frá kl. 18:00-19:00. Prófin verða líka sýnd föstudaginn 24. maí frá kl. 11:00-12:00 í dagskólanum og frá kl. 18:00-19:00 í kvöldskólanum. Ef nemandi hefur einhverjar athugasemdir við einkunnir vorannar 2019 verður þeir að mæta í skólann á þessum tímum til að tala við kennara. Myndlistarnemar þurfa að sækja möppur sínar í kennslustofur á sama tíma.

2019-05-23T22:00:47+00:0023. maí 2019|Flokkar: Fréttir|

Erasmus+ samstarfsverkefni listnámsbrautar

Nýlokið er velheppnuðum Erasmus búðum hér í skólanum. Listnámsbraut FB tekur þátt í Erasmus+ samstarfsverkefni nemenda og kennara sem heitir St’ART. Það eru nemendur og kennarar frá Íslandi, Portúgal, Ítalíu og Spáni sem taka þátt í þessu tveggja ára verkefni. Verkefnisstjóri fyrir hönd FB er Soffía Margrét Magnúsdóttir kennari á fata-og textílbraut. Verkefnið fjallar um listina sem hreyfiafl í borgarsamfélagi og voru verkefnin að þessu sinni unnin bæði út í náttúrinni og í skólanum. Á myndinni hér að ofan má sjá hópinn með viðurkenningarskjöl sem þau fengu fyrir þátttökuna.  Alls tóku 53 nemendur og kennarar þátt.

2019-05-10T18:10:12+00:0010. maí 2019|Flokkar: Fréttir|

Leikfélag FB Aristófanes sýnir gamanleik

Leikfélag FB Aristófanes sýnir leikritið Hvíslararnir í Breiðholtsskóla þann 9. maí kl. 20. Með hlutverk í leikritinu fara þau Viktoría Gunnlaugsdóttir Söring, Kári Garpsson, Embla Sif Ólafsdóttir, Anita Rós Kingo Andersen og Erna Salóme Þorsteinsdóttir. Leikritið er stuttur gamanleikur eftir hinn ítalska Dino Buzzati í íslenskri þýðingu Guðnýjar Maríu Jónsdóttur. Leikritið fjallar um Lísu sem heldur framhjá Guðmundi sem lætur ekki bjóða sér það lengur. En það sem Guðmundur vill segja er ekki lengur á valdi hans. Höfundur plakatsins er Sara Halldórsdóttir nemandi á fata-og textílbraut. Monika Jóhanna Karlsdóttir nemandi á myndlistarbraut aðstoðaði við tölvuvinnslu og teikningu.  Allir velkomnir og frítt inn!

2019-05-05T12:24:52+00:005. maí 2019|Flokkar: Fréttir|

Málstofa sjúkraliðabrautar í Sunnusal

Málstofuerindi útskriftarnema á sjúkraliðabraut verða haldin mánudaginn 6. maí kl. 17-18 í Sunnusal FB. Átta nemendur flytja áhugaverð erindi um margvísleg málefni eins og geðtengsl, langveik börn og fjölskyldur þeirra, líknandi meðferð, að flytja á öldrunarstofnun, fæðingarþunglyndi og margt fleira athyglisvert. Allir velkomnir!

2019-05-02T11:14:13+00:002. maí 2019|Flokkar: Fréttir|
Sækja fleiri fréttir