Þann 20. desember útskrifuðust 132 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu. Þá útskrifuðust 14 nemendur með tvö lokapróf, 47 útskrifuðust með stúdentspróf, 30 af húsasmiðabraut, 29 af rafvirkjabraut, 15 sjúkraliðar og 11 af snyrtifræðibraut. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari flutti yfirlitsávarp. Ingveldur Þóra Ragnheiðardóttir, nýstúdents söng tvö lög og lék á gítar. Pálmi Sigurhjartarson var við flygilinn og Elvar Bragi Kristjónsson lék á trompet.

Fjölmargir nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fygir góðan námsárangur, dúx skólans var Harpa Rósey Qingqin Pálmadóttir. Ræður útskrifaðara fluttu þau Albert Flóventsson og Harpa Rósey Qingqin Pálmadóttir, bæði stúdentar af myndlistarbraut.

Guðrún Hrefna hóf athöfnina á ljóði eftir Gyrði Elíasson. Þá þakkaði hún tveimur kennurum fyrir vel unnin störf en þau Sigrún Gísladóttir og Magnús Kristmannsson láta nú af störfum sökum aldurs. Í lok athafnar flutti Guðrún Hrefna kveðjuorð til útskrifaðra.

Myndirnar tók Karen Helenudóttir og munu fleiri myndir birtast á næstum dögum á Flicr myndasíðu skólans. Myndasíðan er efst í hægra horni heimasíðu skólans (tveir punktar, blár og bleikur). Hér má skoða myndir frá athöfninni á næstu dögum.