Á degi íslenskrar tungu bauð forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, til móttöku á Bessastöðum fyrir fulltrúa Ísbrúar, félags kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál. Þar færði hann þeim þakkir við hátíðlega athöfn og sagði það þjóðarnauðsyn að fólk sem hingað flyst og börn þeirra nái að læra íslensku eftir bestu getu og vilja. Fjórir kennara við FB voru í hópi þeirra sem var boðið á Bessastaði; þær Brynja Stefánsdóttir, Gunnhildur Guðbjörnsdóttir, Hanna Ásgeirsdóttir og Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir en þær hafa allar komið að kennslu í íslensku sem annað mál.

Mynd er fengin af heimasíðu forseta Íslands.