Skólafundur

Skólafundur var haldinn með breyttu sniði sl. miðvikudag. Starfsfólk og nemendur ræddu málefni sem varða okkur öll í skólanum í dag. Virk og góð umræða skapaðist á öllum borðum. Málefnin voru skólareglur, raunmæting, mötuneyti, íslenskuþorpið, skólaráð og fleira. Takk öll sem tókuð þátt og takk NFB.

2023-11-10T09:15:13+00:0010. nóvember 2023|Categories: Fréttir|

Ráðherraheimsókn

Nýverið komu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn til okkar í FB. Stjórnendur, nemendur og kennarar spjölluðu við ráðherrana um ýmis brýn málefni sem brenna á skólasamfélaginu, við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og gott samtal.

2023-11-02T10:27:38+00:002. nóvember 2023|Categories: Fréttir|

Innritun í kvöldskóla fyrir vorönn 2024

Innritun í kvöldskóla FB fyrir vorönn 2024 opnar 21. nóvember kl. 9:00 en kennsla hefst 4. janúar. Í kvöldskólanum er boðið upp á nám á húsasmiðabraut, rafvirkjabraut og sjúkraliðabraut. Einnig eru í boði valdir bóklegir áfangar sem nýtast bæði á verk- og bóknámsbrautum. Námsráðgjafar aðstoða við innritun bæði í síma og í gegnum tölvupóst, Elísabet Vala, evg@fb.is, [...]

2023-11-01T09:15:21+00:001. nóvember 2023|Categories: Fréttir|

Samstarfssamningur um vistvænt hús

Föstudaginn 13. október var undirritaður samstarfssamningur um sjálfbært hús á lóð skólans. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari skrifaði undir samninginn fyrir hönd FB, Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og sjálfbærni fyrir hönd Rafal og Ásgeir Ásgeirsson deildarforseti iðn- og tæknideildar fyrir hönd Háskólans í Reykjavík.

2023-10-18T09:02:30+00:0016. október 2023|Categories: Fréttir|

Sjálfbært hús – samvinnuverkefni í FB

Sjálfbært hús rís nú senn á skólalóð FB. Í dag var steypuvinna fyrir plötuna undir húsið í fullum gangi. Verkefnið er samvinnuverkefni nemenda og kennara á húsasmiðabraut, rafvirkjabraut og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Stefnt er að því að nota eingöngu sjálfbæra orku til að hita upp húsið og rafvæða það. Þá verða notaðar sólarsellur og [...]

2023-10-06T08:45:19+00:005. október 2023|Categories: Fréttir|

Mennta- og barnamálaráðherra heimsækir FB

Við þökkum Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra innilega fyrir komuna í FB í dag. Upplýsandi og gefandi umræður sköpuðust milli ráðherra og nemenda sem og stjórnenda sem áttu góðan fund á bókasafni skólans. Í lokin leit ráðherra meðal annars inn í tíma hjá erlendum nemendum og skoðaði byggingu sjálfbæra hússins okkar á skólalóðinni.

2023-10-04T19:20:43+00:003. október 2023|Categories: Fréttir|
Go to Top