Meginviðfangsefni áfanganna er fjölbreytt líkamsrækt þar sem áhersla er lögð á kraft- og þolæfingar. Áfangar innihalda mismunandi kynningarþætti, s.s. ratleiki, þolfimi, sundleikfimi, útivist og fjallgöngu. Unnið er með atriði eins og samvinnu, tillitssemi og háttvísi.