Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti upphitunar og þols fyrir einstaklinginn. Farið er yfir muninn á loftháðri og loftfirrtri þolþjálfun. Í áfanganum er einnig farið yfir verklega og fræðilega þætti kraft- og liðleikaþjálfunar. Komið er inn á slökun og mikilvægi hennar í nútíma­sam­félagi. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti tengda réttri líkamsbeitingu og skyndihjálp. Í áfanganum er einnig fjallað um næringu og mataræði og áhrif tóbaks og áfengis á líkamann. Þá verður rætt um viðhorf til fíkniefna og nemendur fræddir um skaðleg áhrif þeirra á líkamann. Í áfanganum verða einnig teknir fyrir verklegir og fræðilegir þættir tengdir skipulagi þjálf­unar. Farið er yfir helstu líffræðilegar forsendur þjálfunar, svo sem hvernig vöðvar, liðir, taugar og blóðrás starfar. Áfanginn er bæði verklegur og bóklegur.