About kristin

This author has not yet filled in any details.
So far kristin has created 258 blog entries.

FAB LAB í Kvöldskólanum

Í áfanganum FABLAB 1 kynnast nemendur möguleikum stafrænnar tækni og frjáls hugbúnaðar í Fab Lab smiðju. Nemendur fá þekkingu á áhöldum smiðjunnar í gegnum verkefnavinnu og notast við tækni 21. aldarinnar með stafrænum framleiðsluaðferðum. Kennt er á frí tvívíddar og þrívíddar teikniforrit sem henta fyrir hönnun og auka nýsköpun. Verkefni eru framkvæmd í tölvustýrðum laserskera, [...]

2016-12-05T11:51:45+00:005. desember 2016|Categories: Fréttir|

Góðir gestir

Rúmlega hundrað manns úr framhaldsskólum í Noregi, Danmörku og Eistlandi hafa heimsótt okkur undanfarnar vikur til að kynna sér skólann okkar, kennsluaðferðir og til að skoða náttúru landsins. Við þökkum þeim öllum fyrir komuna.

2016-11-15T14:09:48+00:0012. október 2016|Categories: Fréttir|

Vel heppnað Opið hús

Þökkum þeim fjölmörgu sem komu til okkar á Opna húsið þann 18. febrúar. Lögð var sérstök áhersla á að kynna námsframboð og aðstöðu skólans. NFB nemendafélag skólans var einnig á staðnum og kynnti félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafi svöruðu spurningum gesta og nemendur buðu upp á leiðsögn um skólann. Þá var bókasafn skólans opið og [...]

2016-03-22T09:03:06+00:0022. febrúar 2016|Categories: Fréttir|

Opið hús í FB

Opið hús verður í FB fimmtudaginn 18. febrúar næstkomandi. Þá er væntanlegum nemendum ásamt foreldrum og forráðamönnum boðið að koma og kynna sér námsframboð og aðstöðu skólans. Áfangastjóri, námsráðgjafar, fagstjórar, kennarar og eldri nemar verða á staðnum. Opið frá kl. 17:00 - 18:30 þennan dag og allir velkomnir.

2016-03-17T16:28:04+00:0015. febrúar 2016|Categories: Fréttir|

Vel heppnað Berlínarbingó

Nemendur í þýsku312 ásamt kennara sínum Gunnhildi Gunnarsdóttur skipulögðu bingó í matsal nemenda í gær. Um tvöhundruð manns mættu á viðburðinn sem tókst afar vel. Fjölmargir vinningar voru í boði og mikil  spenna var í lokin en aðalvinningurinn var miði á tónleika Justin Bieber sem verða í haust.  Fleiri myndir eru á facebooksíðu skólans.

2016-03-17T16:30:02+00:0012. febrúar 2016|Categories: Fréttir|

Viðtal við nemanda

Í Morgunblaðinu og mbl. er ítarlegt viðtal hinn kröftuga nemanda okkar Hrafn Bogd­an Seica Har­alds­son. Hrafn er á íþróttabraut og gaf nýverið út glæ­nýtt sólólag, Enig­matic, á Youtu­be og ætl­ar ekki að láta þar staðar numið, þau verða fleiri seg­ir hann. Hann var tíu ár í pí­anónámi í tón­list­ar­skóla, frá sex til sex­tán ára. Hrafn lenti í [...]

2016-11-10T13:13:18+00:0011. febrúar 2016|Categories: Fréttir|
Go to Top