FabLab í Kvöldskóla FB

Í Kvöldskóla FB verður nú í fyrsta skipti boðið upp á FabLab áfanga -  FAbL2FL05. FabLab er starfræn smiðja og er staðsett í FB.  Í áfanganum kynnast nemendur möguleikum stafrænnar tækni og frjáls hugbúnaðar. Nemendur fá þekkingu á áhöldum smiðjunnar í gegnum verkefnavinnu og notast við tækni 21. aldarinnar með stafrænum framleiðsluaðferðum. Kennt er á tvívíddar og þrívíddar teikniforrit sem henta fyrir hönnun og auka nýsköpun. Verkefni eru framkvæmd í tölvustýrðum laserskera, vínilskera og þrívíddar prentara. Nemandinn öðlast færni til að virkja sköpunarkraft sinn og framkvæma í FabLab smiðju í mismunandi efni eins og tré, plexí, gler, vínylfilmu og pappír. Kennt er á miðvikudögum frá kl. 18-20:10. Kennari er Soffía Margrét Magnúsdóttir. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Anna Ólafsdóttir sao@vu2016.carl.1984.is