Opið hús verður í FB fimmtudaginn 18. febrúar næstkomandi.

Þá er væntanlegum nemendum ásamt foreldrum og forráðamönnum boðið að koma og kynna sér námsframboð og aðstöðu skólans.

Áfangastjóri, námsráðgjafar, fagstjórar, kennarar og eldri nemar verða á staðnum.

Opið frá kl. 17:00 – 18:30 þennan dag og allir velkomnir.