Þökkum þeim fjölmörgu sem komu til okkar á Opna húsið þann 18. febrúar. Lögð var sérstök áhersla á að kynna námsframboð og aðstöðu skólans. NFB nemendafélag skólans var einnig á staðnum og kynnti félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafi svöruðu spurningum gesta og nemendur buðu upp á leiðsögn um skólann. Þá var bókasafn skólans opið og margir lögðu leið sína þangað.

Sigurvegari í ratleiknum var Rannveig Eyja Árnadóttir og hlaut hún páskaegg númer 7 frá Nóa Siríus að launum. Til hamingju Rannveig!