Þú ert hér:Home|Saga

SAG 5036

Áfanginn er rannsóknar- og ritgerðaráfangi í sagnfræði. Miðað er við að ritgerðir séu unnar af einstaklingum en einnig er möguleiki á hópvinnu við stærri verkefni. Rannsóknarefni geta verið bæði á sviði mannkynssögu og Íslandssögu og eru ákveðin hverju sinni í samráði nemanda og sögudeildar eða leiðbeinandi kennara. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum, sagnfræðilegum vinnubrögðum og lærameðferð frumheimilda og helstu hjálpartækja sagnfræðinnar á sviði upplýsingartækni og undirbúningsvinnu við ritun sagnfræðilegra verka. Áfanginn á einnig að gefa nemendum sem hyggja á háskólanám í félagsvísindum tækifæri til að þjálfa sig í réttum vinnubrögðum og að standast kröfur sem gerðar eru á háskólastigi.

2014-04-04T15:33:28+00:004. apríl 2014|

SAG 4136

Áfanginn er valáfangi í Íslandssögu. Sértæk efni úr sögu Íslands, ákveðin tímabil eða tilteknir atburðir, landsvæði eða þróun atvinnuhátta verða tekin fyrir. Efnið er breytilegt og verður auglýst hverju sinni með ítarlegri efnis- og markmiðslýsingu.Nemendur fá tækifæri til að auka þekkingu sína á tilteknu, afmörkuðu efni og setja atburðarás eða þróun í samhengi við fyrri, almenna þekkingu á Íslandssögu. Áfanginn á einnig að þjálfa nemendur í sagnfræðilegum vinnubrögðum og notkun frumheimilda á skjala- og bókasöfnum.

2014-04-04T15:28:06+00:004. apríl 2014|