SAG 5036

Áfanginn er rannsóknar- og ritgerðaráfangi í sagnfræði. Miðað er við að ritgerðir séu unnar af einstaklingum en einnig er möguleiki á hópvinnu við stærri verkefni. Rannsóknarefni geta verið bæði á sviði mannkynssögu og Íslandssögu og eru ákveðin hverju sinni í samráði nemanda og sögudeildar eða leiðbeinandi kennara. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum, sagnfræðilegum vinnubrögðum og lærameðferð [...]

2014-04-04T15:33:28+00:004. apríl 2014|

SAG 4136

Áfanginn er valáfangi í Íslandssögu. Sértæk efni úr sögu Íslands, ákveðin tímabil eða tilteknir atburðir, landsvæði eða þróun atvinnuhátta verða tekin fyrir. Efnið er breytilegt og verður auglýst hverju sinni með ítarlegri efnis- og markmiðslýsingu.Nemendur fá tækifæri til að auka þekkingu sína á tilteknu, afmörkuðu efni og setja atburðarás eða þróun í samhengi við fyrri, [...]

2014-04-04T15:28:06+00:004. apríl 2014|

SAG 4036

Í áfanganum, sem er valáfangi í mannkynssögu, eru kynnt sértæk efni úr sögu einstakra ríkja, tímabila, svæða eða atburða. Efni er breytilegt og er auglýst hverju sinni með ítarlegri efnis- og markmiðslýsingu. Nemendur fá tækifæri til að auka þekkingu sína á tilteknu, afmörkuðu efni og setja atburðarás eða þróun í samhengi við fyrri almenna þekkingu [...]

2014-04-04T15:26:49+00:004. apríl 2014|

SAG 3136

Í áfanganum er fjallað um sögu 20. aldar. Fjallað er um helstu atburði aldarinnar og kafað dýpra í þá heldur en gert var í SAG 2036. Sérstök áhersla er lögð á sögu síðustu ára og áratuga. Nemendur læra um þróun heimsmála, þekki sögulegan bakgrunn þeirra atburða sem hæst ber í samtímanum og geri sér grein [...]

2014-04-04T15:25:08+00:004. apríl 2014|

SAG 3036

Í áfanganum er fjallað um menningarsögu og er áhersla lögð á verkefnavinnu og hóp­vinnu og notkun hvers kyns miðla við öflun og miðlun upplýsinga og vinnu nemenda. Fjallað verður um kenningar í heimspeki og félagsvísindum og afrek í vísindum, listum og bókmenntun. Sérstök áhersla er lögð á áhrif menningar á umhverfi og sam­tíma. Nemendur kynnast [...]

2014-04-04T15:23:48+00:004. apríl 2014|

SAG 2036

Í áfanganum er saga mannkyns og Íslands frá lokum 18. aldar fram til nútímans kynnt. Helstu viðfangsefni áfangans eru: Franska byltingin og afleiðingar hennar, áhrif iðnbyltingar, ríkjamyndun, sjálfstæðisbarátta Íslendinga, íslenskt samfélag á 19. öld, vesturferðir, yfirráð Evrópumanna í öðrum heimshlutum, þjóðfélagsbreytingar á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar, fyrri og síðari heimsstyrjöld, Sovétríkin, þýski nasisminn, [...]

2014-04-04T15:22:38+00:004. apríl 2014|

SAG 1036

Í áfanganum er farið yfir sögu mannkyns og Íslands frá upphafi og fram á 18. öld. Fjallað er um helstu atriði í sögu mannkyns í fornöld og á miðöldum og áhersla lögð á sögu Grikklands til forna, Rómarveldi, víkingaferðir, landnám Íslands, stofnun Alþingis og kristnitöku. Önnur helstu viðfangsefni eru endurreisn, landafundir, siðaskipti, upplýsing og iðnbylting. [...]

2014-04-04T15:21:37+00:004. apríl 2014|
Go to Top