Í áfanganum er fjallað um menningarsögu og er áhersla lögð á verkefnavinnu og hóp­vinnu og notkun hvers kyns miðla við öflun og miðlun upplýsinga og vinnu nemenda. Fjallað verður um kenningar í heimspeki og félagsvísindum og afrek í vísindum, listum og bókmenntun. Sérstök áhersla er lögð á áhrif menningar á umhverfi og sam­tíma. Nemendur kynnast helstu áföngum á sviði heimspeki, vísinda, félagsvísinda, lista og bókmennta og kynni sér sérstaklega áhrif þeirra. Einnig að nemendur setji áhrifin í samhengi við yfirlitsþekkingu sína á mannkyns- og Íslandssögu og læri að meta slík áhrif og þýðingu þeirra fyrir þróun sögunnar.