Í áfanganum, sem er valáfangi í mannkynssögu, eru kynnt sértæk efni úr sögu einstakra ríkja, tímabila, svæða eða atburða. Efni er breytilegt og er auglýst hverju sinni með ítarlegri efnis- og markmiðslýsingu. Nemendur fá tækifæri til að auka þekkingu sína á tilteknu, afmörkuðu efni og setja atburðarás eða þróun í samhengi við fyrri almenna þekkingu á mannkynssögu. Áfanginn á einnig að þjálfa nemendur í sagnfræðilegum vinnubrögðum og hvetja þá til að nota sér fjölbreytta miðla upplýsingartækninnar til að afla upplýsinga og meta gögn.