Áfanginn er rannsóknar- og ritgerðaráfangi í sagnfræði. Miðað er við að ritgerðir séu unnar af einstaklingum en einnig er möguleiki á hópvinnu við stærri verkefni. Rannsóknarefni geta verið bæði á sviði mannkynssögu og Íslandssögu og eru ákveðin hverju sinni í samráði nemanda og sögudeildar eða leiðbeinandi kennara. Nemendur þjálfast í sjálfstæðum, sagnfræðilegum vinnubrögðum og lærameðferð frumheimilda og helstu hjálpartækja sagnfræðinnar á sviði upplýsingartækni og undirbúningsvinnu við ritun sagnfræðilegra verka. Áfanginn á einnig að gefa nemendum sem hyggja á háskólanám í félagsvísindum tækifæri til að þjálfa sig í réttum vinnubrögðum og að standast kröfur sem gerðar eru á háskólastigi.