Áfanginn er valáfangi í Íslandssögu. Sértæk efni úr sögu Íslands, ákveðin tímabil eða tilteknir atburðir, landsvæði eða þróun atvinnuhátta verða tekin fyrir. Efnið er breytilegt og verður auglýst hverju sinni með ítarlegri efnis- og markmiðslýsingu.Nemendur fá tækifæri til að auka þekkingu sína á tilteknu, afmörkuðu efni og setja atburðarás eða þróun í samhengi við fyrri, almenna þekkingu á Íslandssögu. Áfanginn á einnig að þjálfa nemendur í sagnfræðilegum vinnubrögðum og notkun frumheimilda á skjala- og bókasöfnum.