Til hamingju FB! Spænskuhátíðin var haldin á dögunum í Veröld – Húsi Vigdísar. Spænska sendiráðið á Íslandi heldur keppnina. Nemendur gerðu stuttmynd og hver skóli sendi eitt myndband frá sér í keppnina. Í ár áttu nemendur að vinna með heimsmarkmið númer 4 „Menntun fyrir alla“. Skólarnir sem unnu í ár voru Versló, MH og FB! Í liði FB voru þau Carmen Lea, Ice, Funi Freyr og Hermann Þór. Kennari þeirra er Auður Lorenzo spænskukennari. Verðlaunin voru spænskunámskeið í viku (skóli fyrir hádegi og ferðir eftir hádegi), gisting og hálft fæði í Háskólanum í Santiago de Compostela fyrir fjóra nemendur og kennara.