FB-ingar á ferð og flugi

Undanfarnar vikur hafa nemendur og kennarar verið á ferðalagi annars vegar í Póllandi og hins vegar Frakklandi. Andri Þorvarðarson sögukennari fór með nemendur úr valáfanga um sögu Póllands til Kraká og Auschwitz. Þá fór hópur nemenda af snyrtibraut ásamt kennurum Nínu Björgu Sigurðardóttur og Bergljótu Stefánsdóttur til Parísar þar sem þær heimsóttu skóla og fyrirtæki [...]

2024-04-17T12:06:19+00:0017. apríl 2024|Categories: Fréttir, Uncategorized|

10 ára afmæli Fab Lab Reykjavík

Fab Lab Reykjavík sem er staðsett í FB og er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts fagnaði 10 ára afmæli sl. miðvikudag. Boðið var til glæsilegrar veislu með fjölbreyttri dagskrá þar sem m.a. Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari FB  ávörpuðu samkomuna. Til hamingju Fab Lab Reykjavík! Myndir: [...]

2024-01-26T13:44:27+00:0026. janúar 2024|Categories: Fréttir, Uncategorized|

Útskriftarhátíð FB 27. maí

Þann 27. maí, voru 163 nemendur útskrifaðir frá FB, þar af 20 með tvö próf. 69 útskrifuðust af bóknámsbrautum, 38 af húsasmíðabraut, 41 af rafvirkjabraut, 14 af sjúkraliðabraut, 9 af snyrtifræðibraut og 12 af starfsbraut. Athöfnin var haldin í Silfurbergi Hörpu við húsfylli og mikinn hátíðleik. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Víðir Stefánsson [...]

2023-06-07T14:12:54+00:0030. maí 2023|Categories: Fréttir, Uncategorized|

Sæludagar 22.-24. mars

Í þessari viku eru sæludagar miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Á miðvikudag eru fjölbreyttir viðburðir í boði fyrir og eftir hádegi. Á fimmtudag er þverfaglegur umhverfisdagur sem þýðir að kennarar úr ýmsum deildum standa saman að vinnustofum fyrir nemendur sem munu snúa að umhverfinu okkar. Það verða mörg skemmtileg verkefni í boði, bæði fyrir og eftir [...]

2023-03-20T11:19:03+00:0020. mars 2023|Categories: Fréttir, Uncategorized|

Foreldrakvöld þriðjudaginn 11. október

ForÞriðjudaginn 11. október kl. 19:30-21:30 í matsal nemenda á móti Breiðholtslaug Dagskrá Aðalfundur foreldrafélags FB - 19:45        Anna Steinsen – Jákvæð samskipti - 20:00-21:00        Léttar veitingar og spjall - 21:00 – 21:15        Tónlistaratriði 21:15-21:30 Anna er eigandi Kvan og ein af vinsælustu fyrirlesurum landsins. Hún er með BA gráðu í tómstunda- og [...]

2022-10-10T12:01:54+00:0010. október 2022|Categories: Uncategorized|

Erasmusverkefnið To the Top

Snyrtibraut FB tekur þátt í Erasmusverkefni sem nefnist To the Top og er samstarfsverkefni milli Íslands, Írlands, Hollands og Finnlands. Fyrir skömmu komu snyrtifræðinemendur frá Írlandi og Finnlandi í heimsókn til okkar og tóku þátt í ýmsum verkefnum með nemendum og kennurum snyrtibrautar. Hópurinn fór meðal annars Gullna hringinn og í heimsókn í Bláa lónið [...]

2022-09-05T14:44:14+00:005. september 2022|Categories: Fréttir, Uncategorized|

Forvarnardagurinn 8. febrúar

À forvarnardeginum munu þær Chanel Björk og Miriam Petra halda fyrirlestur um rasisma og menningarfordóma í íslensku samfélagi. Þær fara yfir nokkur hugtök sem tengjast fordómum á Íslandi og setja þau í samhengi við raunveruleika fólks af erlendum uppruna. Spjallið er byggt á fræðilegri þekkingu og persónulegri reynslu Chanel og Miriam af því að vera [...]

2022-02-04T16:09:08+00:004. febrúar 2022|Categories: Uncategorized|
Go to Top