Erasmusverkefnið To the Top

Snyrtibraut FB tekur þátt í Erasmusverkefni sem nefnist To the Top og er samstarfsverkefni milli Íslands, Írlands, Hollands og Finnlands. Fyrir skömmu komu snyrtifræðinemendur frá Írlandi og Finnlandi í heimsókn til okkar og tóku þátt í ýmsum verkefnum með nemendum og kennurum snyrtibrautar. Hópurinn fór meðal annars Gullna hringinn og í heimsókn í Bláa lónið í blíðskapar veðri. Hér má sjá nokkrar myndir úr kynnisferðinni.