Þú ert hér:Home|Sjónlist

SJL 2036

Áfanginn er þrískiptur. Í fyrsta hluta kynnast nemendur og læra að beita lögmálum myndbyggingar. Kennt er hvernig ólík form, línur, mynstur og áferð hafa áhrif á jafnvægi myndflatarins og áhrif myndheildarinnar. Nemendur kynnast helstu hugtökum myndbyggingar en þau eru jafnvægi, spenna, þungi, hrynjandi, flötur, samhverfa, mynstur andstæður. Í öðrum hluta læra nemendur grundvallaratriði í litafræði og um meðferð lita, kanna samspil lita og áhrif þeirra almennt en einnig með tilliti til áferðar og eðlis ólíkra efna. Helstu hugtök eru frádræg litablöndun, viðlæg litablöndun, litatónn, mettun, gagnsæi, birtustig, andstæðulitir, skyldir litir, heitir litir, kaldir litir, sálræn áhrif lita, merking lita, áferð efna, viðkoma, gljái, endurkast, mýkt, rakadrægni, viðloðun, varanleiki, sveigjanleiki, styrkur, þanþol, hitaþol og meðfærileiki. Nemendur læra hvernig litur og myndbygging spila saman. Í þriðja hluta vinna nemendur verkefni þar sem þeir kynnast starfsgrundvelli og markaðsmöguleikum myndlistar­manna og hönnuða. Heimavinna tekur til frjálsari sköpunar þar sem nemendur nýta sér það sem þeir hafa lært um myndbyggingu [...]

2014-04-07T13:53:27+00:007. apríl 2014|

SJL 1036

Í áfanganum eru kennd grunnatriði teikningar. Unnið er með mismunandi teikniaðferðir; ísmóetríska teikningu, nákvæma mælingu með blýanti, blindlínu, hraðskissur og skyggingu. Námið er þrískipt, þar sem í fyrsta hluta er lögð áhersla á að þjálfa formskilning með því að teikna einföld form, s.s. kassa, kúlu, keilu og sívalning. Í öðrum hluta teikna nemendur kassa með því að nota reglur eins og tveggja punkta fjarvíddar. Í þriðja hluta er farið í hlutföll andlitsins og mannslíkaminn teiknaður eftir lifandi fyrir­mynd. Jafnframt eru lögð fyrir vikuleg verkefni sem vinna skal í heima­vinnu­bók. Nemendur eru hvattir til að velta fyrir sér tilgangi þess að öðlast færni í teikningu og móta eigin hugmyndir um hvernig þeir geti hagnýtt sér þá færni. Í lokin vinna nemendur sjálfstætt verk í samráði við kennara.